Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 150
288
BÚNAÐARRIT
Þróttmesta jurtin, sem vex á þessum svæðum, er
sandvingullinn (Fectusa rubra f. arenaria), að undan-
skildu melgrasinu, sem þó vex lítið, þar sem landið er
sljett og jarðvegur fastur.
Sandvingullinn var, þar sem hann óx í toppum, um
40—75 cm. á hæð. Vallarsveifgras, língrös, túnvingull
og bjúgstör náðu ekki líkt þeirri hæð. — Þótt eigi megi
dæma alt eftir hæð gróðurtegundanna, þá er hún sá
mælikvarði, sem vöxtur þeirra hefir hjer verið metinn
eftir, því þessar tegundir, sem hafa þar litla útbreiðslu, ná
meiri þroska við algeng íæktunarskilyrði. En á þessum
slóðum virðast þær ekki kunna eins vel við sig (t. d.
vallarsveifgrasið). Þó hafa hinar lágvöxnu tegundir all-
mikla þýðingu, og eiga oft sinn drjúga þátt í því, að
binda sandinn. En þegar á heildina er litið, þá er það
sandvingullinn, sem oft bindur stærstu svæðin í sam-
feldar gróðurbreiður. Þar sem jarðvegur er nokkurn
veginn fastur, er hann aðal-sandgræðsluplantan.
Það verður því í framtíðinni að leggja mikla áherslu
á það, að nota þessa þrautseigu nytjajurt við upp-
græðslu sandanna, og byrja á tilraunum á því sviði
sem allra fyrst.
Áburðar-tilraunin.
Þann 6. júní gerði jeg eftirfarandi áburðar-tilraun á
sæmilega vel grónu graslendi fyrir sunnan svonefndan
Hrosshól í Stóru-Valla-landi. Þann 31. ágúst tók jeg
fræ af tilrauna-reitunum, en vegna þess að frætekjan
var mjög lítil (punturinn lágvaxinn og gisstæður), og
ekki sjáanlegur munur á fræmagninu fyrir hvern
áburðarskamt, tók jeg sýnishorn frá hverjum reit, en
sló hinu saman af öllum reitum. Hvert sýnishorn hefir
verið rannsakað, en eigi virtust koma fram nein skýr
svör um áhrif hinna ýmsu áburðarskamta á gæði fræsins.
Til þess að fá dálitla vitneskju um, hver áhrif hver
áburðarskamtur hefði haft á grasvöxtinn, sló jeg