Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 114
2B6
BtFNAÐARRIT
Athuganir mínar síðastl. ár hafa veitt mjer ýmsan
nytsaman fróðleik um tegundirnar. T. d. hve snemm-
vaxnar þær eru, um næmleika blaðanna fyrir nætur-
frostum á vorin, ennfremur um hina helstu plöntu-
sjúkdóma, er jeg hefi orðið var við á nokkrum tegund-
um, sem geta valdið miklum truflunum, t. d. við fræ-
rækt. Skýrt verður frá þeim helstu einkennum, til að
þekkja hverja tegund, þegar hún byrjar að spretta á
vorin. Til þess að þekkja tegundirnar (allflestar) í blómi,
visast til „Pióru íslands". Sagt verður frá viðhorfi
þeirra til vaxtarkjaranna, um útbreiðslu og aðra eigin-
leika, er snerta búnotagildi þeirra. Og ennfremur hvort
tegundin ber hjer fullþroskað fræ og hvenær; hvort
tegundin nær hjer fullri fræstærð, og síðast hvort ger-
legt sje að rækta af henni fræ og á hverskonar jarðvegi.
Vallarsveifgras hefir liggjandi víðskriðuia
jarðsprota. Blöðin sljett og jafnbreið. Samanlögð í brum-
legunni. Slíðurhimnan stutt og þverskorin. Stofnblöðin
lengri en stráblöðin, með 2 samhliða gagnsæjum rásum
eftir miðju blaði. Blaðið endar í bátlagaðri totu. Plantan
venjulega 10—70 cm. á hæð.
Tegund þessi hefir í gróðurathugunum mínum verið
útbreiddari í vel ræktuðum mýrartúnum en harðvelli,
og klæðir þar oft l/i af túnunum. — Vex best í mild-
um moldarjarðvegi, en yfirleitt getur hún sprottið vel
á öllum jarðvegstegundum, ef sjeð er fyrir þurrum jarð-
vegi og nógum áburði. Sprettur snemma á vorin og
myndar þjetta og sterka grasrót. Þolir vel þurka og
kulda (næturfrost). Er harðger, varanleg slægju- og
beitarjurt, sem gefur af sjer næringarríkt og gott hey,
sem jetst vel af öllum skepnum. Tegundin hefir mikið
búnotagildi sökum útbreiðslu sinnar. Vallarsveifgras af
erlendu fræi er venjulega hávaxnara og myndar ekki
eins þjetta rót. Fræið er þrístrent, með þelhárum við
grunninn. Það er 2—3 m/m langt (sjá myndina).