Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT
185
smiða vjelar, er kliptu grasið eða skæiu það við fingur,
voru gerðar um 1800, og 1826 tókst skoskum presti,
Patrick Bell, að smiða vjel, sem reyndist nokkurn veginn
nothæf við kornslátt. Vjelin var með 2 ijáum. Var annar
fastur, með 13 blöðum, en hinn hreyfanlegur,- með 12
blöðum. Vjelin var að því leyti eins og uppskeruvagn
Rómverja, að hestarnir ýttu henni á undan sjer. Skára-
breidd vjelarinnar var ekki nema 53 cm. Bell’s vjel var
síðan endurbætt af manni er Croskill nefndist, og um
1840 taidist hún vel nothæf.
Skömmu eftir aldamótin 1800 fóru Ameríkumenn a&
vinna að því af kappi,<að finna upp nothæfar uppskeru-
vjelar. 1828 smíðaði O. Hussey í Baltimore vjel með
einum ijá, sem skar grasið við fasta fingur. Vai ljár-
inn með mörgum tungulöguðum blöðum, eins og enn
tíðkast, en fingurnir voru heilir bæði ofan og neðan við
ijáinn. — 1832 smíðar Cyrus Mc. Cormick í Cliicagn
greiðu með sagtentum ljá. En 1840 smíðar maður að
nafni Rugg, gresiðu og ljá, sem er mjög svipað og nú
er notað.
Um 1850 eru sláttuvjelarnar orðnar svo fullkomnar,
að hægt er að nota þær til að slá gras með þeim, en
fram að þeim tima var nothæfi þeirra ekki meira en
að hægt væii að slá korngresi með þeim. Eftir miðja
öldina taka Ameríkumenn algerlega við forystu um
sláttuvjela-smiði, og þeirri forystu halda þeir enn. Veitir
verksmiðjum hjer í álfu erfitt að keppa við stórfram-
ieiðslu Ameríkumanna í þessari grein, sem öðrum.
Oefað eru þó smíðaðar eins góðar sláttuvjelar, t. d. í
Þýskalandi og Svíþjóð, eins og þær amerísku; en ame-
risku vjelarnar hafa á margan hátt verið fyrirmynd
sláttuvjela-smíðisins í þessum löndum.
Á heimssýningunni í Lundúnum 1851 vöktu amerísku
vjelarnar, Hussey og Mc. Cormick, mesta eftiitekt.
Siðar bætast við vjelarnar Wood, Deering og Osborne,.
og ótal margar fleiri tegundir.