Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 179
BÚNAÐARRÍT
317
kartöflu-afbrigði bera langt, af flestum eldri afbrigðum,
sem hjer hafa verið reynd. Má þar einkum nefna af-
brigði, sem í tilraununum gengur undir nafninu „Ey-
vindur", en heitir annars „Kerrs pink“. Verður mí iögð
áhersla á að rækta sem mest af því til útsæðís. Alls
voru reynd síðastl. sumar 33 afbrigði af kartöflum. Af
gulrófum voru reynd 8 afbrigði. Best reyndust íslenskar
gulrófur og gulrófan Krasnöje, Selsköje, sem alment
kallast hjer rússnesk gulrófa. Auk þess að gefa mikla
uppskeru, eru þessi afbrigði að mest öllu leyti laus við
þann galla, sem tilflnnanlega hefir borið á hjá öðrum
afbrigðum, þ. e. trjenun.
Sumarið 1925 veitti fjelagið garðyrkju-ráðunautinum
styrk til utanfarar, er hann notaði til þess að kynna
sjer í Danmörku helstu nýjungar á sínu verksviði, eink-
um þó kartöfluræktar-tilraunir og gróðurhús.
Búpcningsræktin. Að henni hefir verið starfað á líkan
hátt og áður. Eins og áður er getið, samþykti Búnaðar-
þing frumvarp eða fyrirmynd til laga um nautgripa-
ræktarfjelög og reglur um búpenings-sýningar, er bú-
fjárræktar-ráðunautarnir höfðu undirbúið fyrir þingið.
Má í þessum efnum sjerstaklega benda á nýmælið um
afkvæmasýningar stóðhesta, og á þessu ári var fyrsta
afkvæmasýningin haldin, að Ríp í Skagafirði, á afkvæm-
um stóðhestsins Óðins Víðis, eign hrossaræktarfjeiags
Rípurhrepps.
Nautgriparœktarfjelög. Styrkur var veittur 23 fjelög-
um, er höfðu um 2000 kýr. Styrkurinn alls kr. 3065.50.
Úr þessum skýrslum heiir enn eigi verið unnið.
Rrossarœktarfjélög. Á árinu var stofnað hrossaræktar-
fjeiag fyrir Arnarneshrepp í Eyjafirði. Prá því hefir engin
skýrsla komið. — Umfram þann styrk, sem fjelögin
hafa áður fengið frá Búnaðarfjel. íslands til stóðhesta-
kaupa (V3 kaupverðs) og girðinga (*/4 kostnaðar), var
ákveðið á Búnaðarþingi 1925 ab veita fjelögunum kr. 1.50