Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 208
346
BÍTNAÐARRIT
var hægt að reyna ameríska áburðinn í þetta sinn, nema
sem köfnunarefnisáburð. Hinar tegundirnar voru þýskar:
Leuna-saltpjetur, fenginn hjá Nathan & Olsen, og Urin-
stof, sem Búnaðarfjelagið átti (frá 1921). Sakir þess að
hin síðastnefnda var búin að liggja hjer svo lengi, var
búist við að hún væri ef til vill farin að tapa sjer, og
þessvegna hafður stærri skamturinn en vera átti, eftir
eðlilegu köfnunarefnisinnihaldi. Af þessum ástæðum og
svo af því að hjer er aðeins um fyrstu tilraun að ræða,
verður ekkert um þessar áburðartegundir sagt að svo
stöddu. Þær voru allar, nema Leuna-saltpjeturinn, rann-
sakaðar á rannsóknarstofu ríkisins og skal hjer sýnt
hvað sú rannsókn sýndi um efnainnihaldið og hvað
verksmiðjurnar telja að það eigi að vera:
Áburðartegund: Efnaransókn sýndi: Verksmiöjurn- ar telja:
Köfn- unar- efni. °/o Fos- for- sýra. •/• Köfn- unar- efni. °/o Fos- for- sýra. °/o
Ammo-Phos 1 10,7 11,9 10,7 48,0
II 16,2 21,4 16,45 20,0
Leuna-saltpjetur (rannsakað 1926) 26,6 W 26,0 11
Urinstof. 44,3 11 46,0 1?
Garðáburður (frá Hannesi Ólafss.) 2,1 20,5 >1 »
Norskur saltpjetur 12,6 13,5 n
Við efnarannsóknina er það einkum eftirtektavert hve
mikið vantar á að Amma-Phos I „standist mál“ hvað
fosforsýruna snertir. Garðáburðurinn var reyndur í garð-
ræktinni, en ókunnugt er mjer hvernig hann reyndist. En
ástæða er til að benda á, að hann var seldur því verði
(kr. 0,55 kílógrammið), sem ekki stendur í neinu rýmilegu
hlutfalli við efnainnihaldið. Tilviljun ein getur það verið,
að norski saltpjeturinn heflr ekki alveg „staðist mál“.