Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 224
362
BUNAÐARRIT
6. Stóru-Vellir, Litli-KloQ og Borgarland, Rangárv.s.
7. Miðhús í Hvolhreppi, Rangárvailasýslu.
Allar þessar girðingar þurftu eftirlits og viðgerðar.
Mest hafði girðingin hjá Eyrarbakka skemst af sjávar-
tlóði í janúar síðastl. vetur. Þá fjell ejávargarðurinn
milli Ölfusár og Eyrarbakka sumst.aðar til grunna, og
skemdist viðast, þótt ekki fjelli. Guðinguna þurfti því
að endurbæta meðfram sjónum, því að þar hafði hún
fallið viða.
í giiðingum þessum var talsveið vinna. Viðgerð á
þeim sjálfum, garðageið og sáning. í þær var sáð ca:
1500 kg. af melfræi.
Sumstaðar var notaður útlendur ábuiður við sáning-
una, norskur saltpjetur og superfosfat, en á öðrum
stöðum húsdýruáburður, þar sem hægt var að fá hann,
enda reyndist hann betur.
21. maí fór jeg með búnaðarmálastjóra til Grinda-
víkur, og þaðan til Krisuvíkur, um Heidísarvík, í Selvog.
Skoðuðum við þá sandfoks-skemdir í Selvoginum, t. d.
á Vogsósum. Viða höfðu þar í Voginum fallið sjávar-
garðar, og skemdir orðið á túnum og kálgörðum af
sjávarflóðinu mikla í janúaK
í þessari ferð skoðuðum við sandsvæðið frá Selvogi
til Ölfusár. Er það stórt svæði og frá því stafar sand-
hætta, bæði í Þorlákshöfn og Selvogi.
24. maí komum við til Eyrarbakka og sátum fund
þá um kvöldið með hieppsnefnd Eyrarbakkahrepps. Var
þar rætt um að byggja upp sjávargarðinn, endurbæta
sandgiæðslngirðinguna, og greiðslu til sandgræðslunnar
þar á komandi árum.
Töldu Eyibekkingar fjárhag Eyrarbakkahrepp3 þiöngan
og vildu slá á ýmsa strengi, til þess að geta knýtt
saman sjávargaiðinn og sandgræðsluna, og komið sem
mestu á ríkissjóð af þeim kostnaði, sem að sandgræðrl-
unni )yti.