Búnaðarrit - 01.06.1926, Blaðsíða 46
188
BtíNAÐARRIT
sem mjer er ókunnugra um af eigin kynningu. Með vax-
andi jaröabótum mælti og koma vjelinni enn víðar við,
heldur en nú er mögulegt sem stendur. En þar sem þessi
vjel gæti komið að fullum notum yrði liagurinn mjög
mikill. Jeg skal hjer aðeins benda á fólkssparnað við hey-
annir og hinn stórkostlega stytti heyskapartímans, auk
þess sem þá yrði kostur á aö sæta hentugustu veöráttunni
til heyskaparins, þar sem hey-anna tíminn væri ekki jafn
einskoröaöur og nú; mætti þá verja nokkru af sumartim-
anum til jarðabóta, og er jeg þess fullviss, að flestir bænd-
ur mundu vilja leggja alt kapp á, að gera með túnbótum
og engjabótum jarðir sínar hæfar til þess, að heyskapar-
vjelum yrði komið þar við, þar sem þess væri nokkur
kostur vegna landsháttar og jarðvegs.
Um rakstrarvjelina, eða hestahrífuna, svo sem Norð-
raenn nefna hana, er margt likt að segja og hina vjelina.
Hagnaðurinn af góðum notum hennar yrði afar mikill og
í engu síður en hinnar vjelarinnar. Svo er til ætlast, að
fyrir henni gangi einn liestur. Eins og nú er háttað, kynni
það helst að verða fundið að henni að tindarnir standa
heldur gisið, og er því Iakara að eiga við smátt hey með
henni en stórt. En það hugsa jeg eigi örðugt að laga.
Að lokum skal þess getið að rakstrarvjelin kostar frá
verksmiðjunni 115 kr., en sláttuvjelin 214 kr. auk flutnings-
kostnaðar hingað til lands. Til þess að sýna í hverju áliti
slíkar vjelar eru hjá Norðmönnum skal þess getið, að
verksmiðja sú, sem smíðar þær, hefir selt á fáum árum
árum 2800 sláttuvjelar, og eftir skýrslu frá verksmiðjunni,
um síðustu áramót, hafði rakstrarvjelin rutt sjer svo til
rúms á 3 árum, að þá var hún notuð í 182 prestaköllum
í Noregi — í einstöku prestakalli voru komnar um 20.
Pað sem einkum ríður á nú, þegar vjelar þessar verða
fyrst reyndar hjer á landi, er að þær komist í góðra
manna hendur, er ekki teldu á sig neina fyrirhöfn, nje
ljetu nokkurs þess ófreistað, er verða mætti til þess að fá
fulla vissu um að hve miklu leyti vjelar þessar mættu
verða að notum hjer á landi. Nýjar tilraunir og óþektar að-
ferðir mistakast oft í fyráta sinni, en heppnast ef til vill hið
besta þegar þeim er lengur lialdið áfram, en hilt er aftur
sorglegt þegar slík misheppni — sem oft getur stafað af