Hlín - 01.01.1918, Page 7

Hlín - 01.01.1918, Page 7
Hlín 7 kvenfjel. Einingin: Guðný Bjarnardóttir, Bergljót Sig- urðardóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir. Anna Kristjánsdóttir, Víðivöllum, vakti máls á því, hvort S. N. K. vildi ekki gangast fyrir því, að dýralækn- ir verði fenginn til að skoða nautgripi, sem víðast á fje- lagssvæðinu, vegna hættu þeirrar er börnurn sjerstak- lega stafaði af mjólk úr berklaveikum kúm. Svolátandi tillaga var samþykkt: „Fundurinn skorar á konur á Norðurlandi að gangast lyrir því, að dýralæknir verði fenginn til að rannsaka nautgripi vegna berklahættu, svo fljótt og svo víða, sem I hann fær því við kontið.“ María.Hafliðadóttir, ljósmóðir á Akureyri, vakti máls á því, að S. N. K. beitti sjer fyrir því að bætt yrðu kjör ljósmæðra. Málið var rætt og svohljóðandi tillaga samþykt: ,,S. N. K. skorar á Alþingi, að endurbæta ljósmóður- lögin. Sjerstaklega leggur fundurinn áherslu á, að lengd- ur verði námstími þeirra ljósmæðra, sent fara út í sveit- ir; einnig leggur fundurinn til, að bætt verði kjör ljós- mæðra, hvað laun snertir." Svohljóðandi tillaga var og samþykt á fundinum um- ræðulaust: „Fundurinn skorar á kvenfjelög á Norðurlandi að gang- ast fyrir því, að farið verði til grasa nú á þessu sumri.“ 11. Heimilisiðnaður. Framsögu hafði Margrjet Símonardóttir. Þessar tillögur voru samþyktar í heimilisiðnaðarmálinu eftir ýtarlegar umræður um málið og hag þess í hjeruð- um fundarkvenna: 1. „Fundurinn skorar á Heimilisiðnaðarfjelag Norður- lands að gangast fyrir því, að tilraun verði gerð með að smíða handspunavjelar eftir þingeyskúm fyrirmyndum." 2. „Fundurinn hvetur kvenljelögin til að halda upp- teknum hætti með smásýningar, iðnaðinum til eflingar,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.