Hlín - 01.01.1918, Qupperneq 9
Hlin
9
yrkjukonu í Lystigarði bæjarins. Kirkjugarðurinn liefði
og þörf á eftirliti garðyrkjukonu.
Lagði Guðrún svohljóðandi tillögu fyrir fundinn:
„Fundurinn skorar á Akureyrarkonur að útvega sem
fyrst garðyrkjukonu, sem liafi á hendi umsjón með garð-
yrkjumálum bæjarins.“
Tillagan var feld með litlum atkvæðamun.
Formaður Sambandsins gat Jress að málið: „Heimili
fyrir aðkomustúlkur í Reykjavík" hefði ekki verið tekið
upp á dagskrá fundarins, eins og ætlað hefði verið,
vegna Jress, að á meðan berklahælismálið væri að kom-
ast á rekspöl, Jrætti ekki ráðlegt að ympra á fjársöfnun
til annars fyrirtækis. \
Formanni barst á fundinum brjef frá Hólmfríði Pjet-
urdóttur frá Gautlöndum, er þá nýlega hafði setið á að-
alfundi Bandalags kvenna í Reykjavík. Skýrir hún frá, að
formaður Bandalagsins liefði í umræðum um fyrirhug-
aða kvennabyggingu í Reykjavík getið Jress, að vel færi
á því, að ein hæð hússins yrði ætluð aðkomukonum, er
dveldu í Reykjavík, og að Jrar væri samvinnumál fyrir
liendi fyrir sunnan- og norðankonur.
Halldóra Bjarnadóttir, er annaðist útgáfu og ristjórn
ársritsins „Hlín“ 1917, skoraði á Sambandskonur að láta
í ljósi álit sitt, munnlega eða skriflega, um Jrað, hvaða
málefni þær óskuðu að tekin yrðu til umræðu í næsta
ársriti. Hún kvaðst og treysta Jrví, að konur framvegis
styrktu ritið með því að kaupa Jrað og skril'a í það.
í stjórn S. N. K. var kosin Sigríður Þorláksdóttir, Sval-
barðsströnd, S.-Þs., í stað Margrjetar Símonardóttur,
Brimnesi, er baðst undan endurkosningu.
Næsta sambandsfund var ráðgert að hafa á Húsavík.
Fundarkonur skoðuðu Gróðrarstöðina, Klæðaverk-
smiðjuna Gefjun og Iðnsýningu Jrá, er Heimilisiðnaðar-
fjelag Norðurlands hafði stofnað til.
Tveir fyrirlestrar voru fluttir á fundinum: