Hlín - 01.01.1918, Page 33

Hlín - 01.01.1918, Page 33
Hlin 33 ist ekki eiga það skilið, en hún varð nú að þiggja það, því þessi góða frú var ekki því vön að láta vinna fyrir sig fyrir ekki neitt. Þá spyr frúin Valgerði, hver þessi unga stúlka sje, sem með henni er. Valgerður segir að hún sje ekki stúlka lengur, því hún sje gift. Þá segir Sigríður: „Jeg kom til Valgerðar átta ára gömul og vildi helst aldrei hafa farið frá henni, en viðburðirn- ir eða forlögin drógu mig aðra leið en jeg vildi. Það sem jeg kann og veit er frá henni. Hún kendi mjer trúna hreina og kreddulausa." „Jeg vildi jeg mætti síðar tala við yður mn þau efni,“ segir kaupmannsfrúin. „Það mun yður nú geta veist, því að líkindum flytjum við Sigríð- ur mín í þetta kauptún að vori. Maðurinn hennar er bú- inn að fá stöðu hjer við verslun og hættir að búa og þá verð jeg hjá þeim.“ „Ó, hvað jeg hlakka til þess,“ segir Sigríður, „ef þetta verður." „Þá vona jeg að þið verðið daglegir gestir í mínu húsi,“ segir kaupmannskonan. Valgerður þakkar, þær kveðja og ríða síðan heimleiðis. Stykkishólmi, 21. marsmán. 1918. Anna Thorlacius. Iðnsýningin á Akureyri 1918. Mönum leist ekki á blikuna, er Heimilisiðnaðarfjejag Norðurlands ljet það boð út ganga í aprílmánuði í vor, að það liefði í hyggju að efna til sýningar í júnílok 1918 og hjet á góða menn og konur til styrktar því fyrirtæki. Veturinn var að þrotum kominn, vorið komið fyr en varði og með því útiannir. Hvað átti að sýna? F.nginn hafði tíma til að búa neitt til, Jiegar Jressi tími var kom- inn. Sýningarnefndin hjelt því fram, að þá væri að sýna Jrað sem til væri af vel unnum, algengum iðnaðarmun-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.