Hlín - 01.01.1918, Síða 58

Hlín - 01.01.1918, Síða 58
58 Hlin uðið, en í þess stað fleygir hann sjer á gólfið fyrir frarn- an hana, hágrátandi. Skógarmaðurinn, ræninginn sterki, liggur sigraður við fætur liennar, yfirunninn af sterkasta aflinu í heiminum, kærleikanum. Ljósbrot í skammdegismyrkrinu. Þegar skuggarnir lengjast og þjettast, er ekki hægðar- leikur að rísa undir löngu skammdegis-vökunóttunum, þegar ekki vill gefast fótaferð á daginn. Hvað er þá nær en að reyna að leita eftir ljósu blettunum í æsku, þegar lífsgleðin skapaði töfradrauma, sem báru mann yfir fjöll og firnindi inn í sólrík framtíðarlönd? En livað við börnin hlökkuðum til Sumardagsins fyrsta. Þegar veður var gott, höfðum við von um að mega hlaupa út um hóla og bala og leika okkur allan daginn. Hangiket og fleira sælgæti var soðið, og svo bakaði mamma sjálf grjónamjölslummur og gæddi þær með kúmeni og víni, sem hún átti oftast í litlu pelaglasi og geymdi í einu af mörgu hólfunum í litla skápnum í búr- inu sínu. Pabbi fór fyrstur á fætur á Sumardaginn fyrsta, og skoð- aði til veðurs; bað svo Guð að gefa öllu fólkinu góðan dag og gleðilegt sumar. „Farið þið nú að klæða ykkur, börnin góð; lóan er komin á fætur lyrir löngu og hef- ur sungið dýrðin.dýrðin yfir blessaðri hlíðinni í morgun." Þá var nú ekki dundað við að komast í fötin, hlaupið út og glaðst með lóunni yfir góða veðrinu. Með morgundrykknum höfðum við grjónamjölslumm-

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.