Hlín - 01.01.1918, Side 67

Hlín - 01.01.1918, Side 67
II lin <i7 ekki fram, því lítill hluti fjöldans kemst inn í verslunar- liúsið. Seinni part vetrarins, hvað á fátæka fólkið þá að borða? Fátæka fólkið er fólkið ,sem hefur enga atvinnu, verk- smiðjufólkið — þegar verksmiðjunum er lokað og það hefur aðeins fimta hluta atvinnulauna sinna, sem hrukku ekki öll í góðærinu. Það á aldrei að eta sig mett — það á að hálfsvelta — það á að hungra. — Það hópast úti á götum borganna og hrópar: Niður með konunginn! Meira brauð! Aumingja fólkið, það ræðst á matvöruskálana, einn af öðrtun, mölvar glugga og hurðir og tekur það er hönd á festir. Þannig ræðst það á eignir manna. Jafnaðar- nrennirnir æsa fólkið, svo að með þesstt þykist það að- eins ná rjetti sínum. Þetta er um hánótt, meðan lögreglan er að koma undir sig fótum. Æsingin er ógurleg í fólkinu og fjöldinn sem sandur á sjávarströnd, þegar lögreglan kemur þeysandi. Hún ríður á mannþröngina með reiddum vopnum. Þeir er ekki víkja á augabragði eru særðir — falla — eru fótum troðnir. Ef lögreglan ekki má við margnum, kallar hún á her- inn sjer til hjálpar. Þyrpingunni verður að dreifa, fólkinu verður að tvístra. Skríllinn verður að þagna og hverfa heim til íbúða sinna. En jiegar fólkið er hungrað, verður það grimt. Skóla- drengir fá ekki að ganga óhindraðir í skólann, hungrað- ir, ósiðaðir jafnaldrar þein a kasta í þá grjóti — þeir hafa ekkert annað að gera, — þá langar til þess að gera eitt- hvað ilt, þeir vildu helst geta sært einhver þessara „fínu pifta.“ Þeir gætu vel drepið þá alla, ef þeir væru ekki hræddir við lögregluna. Fólkið hatar vinnuveitendurna af allri sál sinni, þcir

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.