Hlín - 01.01.1918, Page 70

Hlín - 01.01.1918, Page 70
70 Hlin grein íslensks lieimilisiðnaðar, er lengi hefur verið aðal- grein hans, tóvinnunni. Flestum kemur víst saman um, að aðalorsökin til þess, hvernig heimilisiðnaðinum er nú komið, sje fólksfæðin í sveitunum, minkandi vinnukraftur. Og þar við bætist, að breytingar þær, er orðið hafa á lifnaðarháttum manna á seinni árum, hafa í för með sjer aukna vinnu og fyrir- höfn. Einnig hygg jeg, að nokkru hafi ráðið um, að vefnaður lagðist svo niður sem orðið er, að mönnum fór að þykja heimaunnu vaðmálin ljótari en hin útlendu og vjelaunnu, fóru að skammst sín fyrir sína eigin vinnu. Ástæðurnar kunna að vera íleiri, en jeg geri ráð fyrir að þessar, sem jeg hef nú talið, sjeu þær, sem helst þarf að taka til greina í þessu máli. Fólksfæðin og auknar kröfur manna í lifnaðarháttum er hvorttveggja svo vaxið, að ekki er líklegt að það breyt- ist fyrst um sinn. Bændur fara sennilega ekki að taka upp aftúr gamla búskaparlagið með marga fólkinu, og mjer þykir ótrúlegt að kröfurnar til betri og hollari lifn- aðarhátta minki. Ætti því að vera ljóst, að ómögulegt er að halda heim- ilisiðnaðinum í sömu mynd og áður, til þess vantar vinnukraft, heldur verður að sníða hann og laga eftir þeim skilyrðum, sem fyrir lvendi eru. Við getum ekki haldið áfram að kemba, spinna, vefa og prjóna alt heima. Við verðum að velja urn þessa hluti. Leggja stund d þær tegundir tóvinnunnar, sem rninstan vinnukrajt þarf við, en láta vinna hitt i vjelurn. Það er misskilningur að ætla, að vjelaiðnaður, t. d. tóvinnuvjela, eyðileggi heimilisiðn- að, eða keppi við hana, heldur getur vjelaiðnaður, ef rjett er með larið, stutt heimilisiðnaðinn. Eins og heimilisiðnaði vorum er nú komið, er vefnað- ur að miklu leyti lagður niður, en víða spunnið og kernbt og prjónað heima. Þetta álít jeg að ætti að breytast þann- ig, að heimilin legðu aðallega stund á vejnað og þrjón, en Ijetu kemba og spinna i vjelurn. Eru tvær ástæður til

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.