Hlín - 01.01.1918, Page 75

Hlín - 01.01.1918, Page 75
tilin 15 um látið vjelspinna úr okkar eigin ull og jurtalitað líka. Gömul og ný reynsla sannar að það er hægt. í gömlu íslensku áklæðunum var mest alt bandið spunnið og litað heima. Alt ullargarn, senr notað er til útvefnaðar á Norð- urlöndum, er jurtalitað. Margar jurtir, sem þar eru not- aðar til litunar, vaxa hjer á landi. Við þurfum aðeins að læra að nota þær. Jeg mintist á áður, að prjón ætti að verða önnur helsta iðnaðargrein á heimilunum. Átti jeg þá auðvitað við, að það væri unnið í prjónavjelum. Þessar vjelar eru nú not- aðar víða til sveita, en mundu verða miklu meira notað- ar, ef handspuni legðist niður að mestu. hað er vitanlegt, að markaður er í kaupstöðunum fyr- ir ýmiskonar heimilisiðnað, ekki síst prjónles, sjerstak- lega sokka og nærfatnað. Má sjá þetta á skýrslum frá heimilisiðnaðarútsölunum í Reykjavík og Akureyri. Það eru rniklar líkur til að sveitirnar gætu unnið miklu nreira en þær gera nú af vefnaði og prjónlesi og selt til kaupstaða, ef heimilisiðnaði þar væri hagað eins og jeg hef bent á. En þá þurfa að koma útsölur fyrir slíkan iðnað í hverjum landsfjórðungi. Jeg hef nú lauslega skýrt frá þeirri stefnu, sem rnjer finst við eigi að taka í þessu máli. En það eru aðeins aðalatriðin sem á er minst og eingöngu átt við heimilis- iðnað í sveitum. En í kaupstöðum 'landsins er auðvitað engu síður þörf á eflingu iieimilisiðnaðar en til sveita. í kaupstöðunum verður tæplega sagt, að um nokkurn heimilisiðnað sje að ræða eins og nú stendur, og i sveitun- um er hann allur á ringulreið. Um þetta eru menn sjálf- sagt alment sammála. Mikil nauðsyn er á, að tilraunir sjeu gerðar til að konia lionum í betra horf. Mál þetta varðar okkur konuurnar sjerstaklega. hess vegna þurfurn við að ræða það. Og við eigum að ráða einhverju um það, livaða stefnu það tekur. Hallorinsstað í sept. 1918. Sigrún Pálsdóttir Blöndal. L

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.