Dvöl - 01.01.1943, Qupperneq 134
Í32
auðnist þeim að ná því, mun mégá vel
við una.
Barðstrendingabók er öllum aðilum til
sóma, en íyrst og frt.mst Kristjáni Jóns-
syni f”á Garðsstöðum, sem búið hefur
hana i ndir prentun og ísafoldarprent-
smiðju, er hefur gefið hana út. Þáttur
Þorsteins Jósepssonar er og hinn mikil-
vægasti. En mest er þó um það vert, að
héruð íslands skuli eiga sér slíkrar sögur.
Þeim verður að koma út sem flestum hið
fyrsta, því að hér er um merkilegan fróð-
leik að ræða, sem gleymska og fyrnska
má ekki verða að grandi.
H. Sœm.
ísland í myndum. Útg.: ísa-
foldarprentsmiðja h.f.
Það má telja merka nýjung á sviði ís-
lenzkrar bókaútgáfu, er ísafoldarprent-
smiðja hófst handa um útgáfu mynda-
bókar, er lýsti landi og þjóð, landslagi,
atvinnuháttum, merkisstöðum og nátt-
úrufyrirbærum. Þessi nýja útgáfa tekur
þó hinum fyrri fram um flest. Formáli
Einars Magnússonar er hinn læsilegasti,
og val myndanna virðist hafa tekizt
giftusamlega, enda hafa valdir menn um
fjallað. Efalaust getur ekki betri land-
kynningu en bók sem þessa. En hún er
jafnframt merkileg heimild um þjóðina,
sem landið byggir, og hagi hennar. Þeir,
sem myndir hennar skoða, sjá marg-
breytileik og tign íslenzkrar náttúru, en
þeir líta og í reynsluspegil landsins
barna. Það má með sanni segja, að dá-
samleg sé tækni nútímans, þegar henni
er beitt til heilla. Með því að fletta
spjöldum bókar sem íslands í myndum
tekst maður langa ferð á hendur — í.
huganum. Og maður kemur úr slíku
ferðalagi fróðari og glaðari en fyrr. Það
-er að sönnu lítið um lesmál í íslandi í
myndum, en þó er hún bóka merkust, því
að hún er á því tungumáli skráð, sem allir
skilja bezt og gleyma sízt. H. Sœm.
D.VÖL
Kósakkarnir, eftir Leo N.
Tolstoy. Fjallkonuútgáfan gaf
út.
Rússneska skáldið Leo Tolstoy er ís-
lenzkum bókamönnum engan veginn
framandi, því að nokkuð hefur verið um
Tolstoy ritað á íslenzku máli, og smá-
sögur hans hafa fjölmargar birzt í blöð-
um okkar og tímaritum. Auk þess hafa
mikil rækt er við það lögð' hin síðari ár
skáldsögur hans verið þýddar á flestar
þjóðtungur, og þótt það sé fyrst nú á
þessum miklu útgáfutímum, sem íslend-
ingum gefst þess kostur að eignast þær
á móðurmáli sínu, eru þær löngu kunnar
flestum þeim, er aðrar tungur skilja. Um
þessar mundir kemur Anna Karenina
út á vegum menningarsjóðs og einnig
hvað vera von á Stríði og friði áður langt
um líður. Kósakkarnir eru komnir út
fyrir skömmu og er það ekki vonum fyrr,
því að óneitanlega eru þeir viðráðanleg-
astir til útgáfu höfuðrita Tolstoys.
Ýmsir nrunu telja Kósakkana þriðju
beztu skáldsögu hins rússneska ritsnill-
ings, og enda þótt þaö sé miklum vanda
háð að kveða upp slíka dóma mun það
mega teljast sanni nærri. Þó tel ég, að
þeir taki Önnu Karenínu og Stríði og
friði fram að einu leyti: Þeir eru mun
skemmtilegastir þessara þriggja höfuð-
rita Tolstoys. Þeir eru fjarri því að vera
langdregnir og þar er fæstum persónum
teflt fram á svið frásagnarinnar. Urn
stílsnilld og orðauðgi bókarinnar þarf
ekki langt mál aö rita. Á þeim vettvangi
munu jafnokar Tolstoys fáir vera, hvað
þá ofjarlar.
Kósakkarnir fjalla mestmegnis um ung-
an mann, er ræðst til herfarar suður í
Kákasus og dvelur setuliðið þar í
Kósakkaþorpi. Þetta er hernámssaga og
mun því vera vel í tízku á þessum tím-
um. Atburðarásin er allhröö og persónu-
lýsingar glöggar og snjallar. Bókin er því
hin læsilegasta, jafnfram því, sem hún
hefur mikinn fróðleik og skemmtun að
flytja.