Dvöl - 01.07.1945, Page 6

Dvöl - 01.07.1945, Page 6
148 DVÖL tjóni. Auk þess éru menn ekki sólgnir í hana. Menn halda að þetta sé þjóðsaga, sumir hverjir, og þeir sem hafa einhverja trú á henni vilja reyna hana fyrst og borga mér á eftir.“ „Ef þú gætir aftur óskað þér þriggja óska, mundirðu þá gera það?“ sagði gamli maðurinn og leit hvasst á hann. „Ég veit það ekki,“ sagði liðs- foringinn. „Ég veit það ekki.“ Hann tók loppuna, hélt henni milli vísifingurs og þumalfingurs og fleygði henni svo skyndilega í eldinn. White gamli rak upp lágt hljóð, beygði sig niður og kippti henni út. „Láttu hana brenna,“ sagði her- maðurinn alvarlega. „Gefðu mér hana, Morris, ef þú kærir þig ekki um hana,“ sagði gamli maðurinn. „Mér er ekki um það,“ sagöi vinur hans þrákelknislega. „Ég fleygði henni í eldinn. Ef þú hirðir hana, skaltu ekki kenna mér um það sem fyrir kemur. Vertu nú hygginn og hentu henni aftur í eldinn.“ Gamli maðurinn hristi höfuðið og grannskoðaði hina nýju eign sína. „Hvernig ferðu að því?“ spurði hann. „Lyftu henni upp í hægri hend- inni og óskaðu þér upphátt,“ sagði liðsforinginn. „En ég vara þig við afleiðingunum.“ „Þetta er eins og í Þúsund og einni nótt,“ sagði frú White, um leið og hún stóð á fætur og tók að útbúa kvöldverðinn. „Finnst þér ekki þú ættir að óska eftir fjórum höndum handa mér?“ Maður hennar dró töfragripinn upp úr vasa sínum, og þau skelli- hlógu öll er liðsforinginn þreif í handlegg hans skelfdur á svip. „Ef þú ætlar að óska þér,“ sagði hann hörkulega, „þá skaltu óska þér einhvers sem vit er í.“ White gamli stakk loppunni aft- ur ofan í vasa sinn, setti fram stóla og bauð vini sínum að borð- inu. Meðan setið var að kvöld- verðinum gleymdist töfragripur- inn að nokkru leyti, og á eftir sat fjölskyldan og hlustaði hugfangin á framhald frásagnanna um ævin- týri hermannsins í Indlandi. „Ef sagan um apaloppuna er ekki sannari en þær sem hann hefur verið áð segja okkur, þá höf- um við ekki mikið upp úr henni,“ sagði Herbert, er dyrnar lokuðust að baki gestinum, sem var að flýta sér til að ná í síðustu lestina. „Borgaðirðu honum eitthvað fyr- ir hana, pabbi?“ spurði frú White og horfði fast á mann sinn. „Svolítið“, sagði hann og brá lit- um. „Hann kærði sig ekki um það, en ég fékk hann til aö þiggja það. Og hann lagði hart að mér að fleygja henni.“ „Trúlega," sagði Herbert með uppgerðar hrolli. „Hvað, við verð- um rík, og fræg, og hamingjusöm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.