Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 6
148
DVÖL
tjóni. Auk þess éru menn ekki
sólgnir í hana. Menn halda að
þetta sé þjóðsaga, sumir hverjir, og
þeir sem hafa einhverja trú á
henni vilja reyna hana fyrst og
borga mér á eftir.“
„Ef þú gætir aftur óskað þér
þriggja óska, mundirðu þá gera
það?“ sagði gamli maðurinn og
leit hvasst á hann.
„Ég veit það ekki,“ sagði liðs-
foringinn. „Ég veit það ekki.“
Hann tók loppuna, hélt henni
milli vísifingurs og þumalfingurs
og fleygði henni svo skyndilega í
eldinn. White gamli rak upp lágt
hljóð, beygði sig niður og kippti
henni út.
„Láttu hana brenna,“ sagði her-
maðurinn alvarlega.
„Gefðu mér hana, Morris, ef þú
kærir þig ekki um hana,“ sagði
gamli maðurinn.
„Mér er ekki um það,“ sagöi
vinur hans þrákelknislega. „Ég
fleygði henni í eldinn. Ef þú hirðir
hana, skaltu ekki kenna mér um
það sem fyrir kemur. Vertu nú
hygginn og hentu henni aftur í
eldinn.“
Gamli maðurinn hristi höfuðið
og grannskoðaði hina nýju eign
sína. „Hvernig ferðu að því?“
spurði hann.
„Lyftu henni upp í hægri hend-
inni og óskaðu þér upphátt,“ sagði
liðsforinginn. „En ég vara þig við
afleiðingunum.“
„Þetta er eins og í Þúsund og
einni nótt,“ sagði frú White, um
leið og hún stóð á fætur og tók
að útbúa kvöldverðinn. „Finnst
þér ekki þú ættir að óska eftir
fjórum höndum handa mér?“
Maður hennar dró töfragripinn
upp úr vasa sínum, og þau skelli-
hlógu öll er liðsforinginn þreif í
handlegg hans skelfdur á svip.
„Ef þú ætlar að óska þér,“ sagði
hann hörkulega, „þá skaltu óska
þér einhvers sem vit er í.“
White gamli stakk loppunni aft-
ur ofan í vasa sinn, setti fram
stóla og bauð vini sínum að borð-
inu. Meðan setið var að kvöld-
verðinum gleymdist töfragripur-
inn að nokkru leyti, og á eftir sat
fjölskyldan og hlustaði hugfangin
á framhald frásagnanna um ævin-
týri hermannsins í Indlandi.
„Ef sagan um apaloppuna er
ekki sannari en þær sem hann
hefur verið áð segja okkur, þá höf-
um við ekki mikið upp úr henni,“
sagði Herbert, er dyrnar lokuðust
að baki gestinum, sem var að flýta
sér til að ná í síðustu lestina.
„Borgaðirðu honum eitthvað fyr-
ir hana, pabbi?“ spurði frú White
og horfði fast á mann sinn.
„Svolítið“, sagði hann og brá lit-
um. „Hann kærði sig ekki um það,
en ég fékk hann til aö þiggja það.
Og hann lagði hart að mér að
fleygja henni.“
„Trúlega," sagði Herbert með
uppgerðar hrolli. „Hvað, við verð-
um rík, og fræg, og hamingjusöm.