Dvöl - 01.07.1945, Side 7

Dvöl - 01.07.1945, Side 7
DVÖL 149 Óskaðu þér að verða keisari, pabbi, til að byrja með; þá er ekki hætt við að kerla þín kúski þig.“ Hann hoppaði kringum borðið, og gamla konan elti hann bálvond með borðdúkinn að vopni. White gamli tók loppuna upp úr vasa sínum og horfði hikandi á hana. „Ég veit ekki hvers ég á að óska, það er sannleikurinn," sagði hann hægt. „Mér finnst ég hafa fengið allt sem ég þarfnast.“ „Ef þú gerðir húsið hreint, mundirðu þá ekki verða alsæll?“ sagði Herbert og hvíldi höndina á öxl hans. „Óskaðu þér tvö hundruð punda; það hrekkur upp í kostn- aðinn.“ Faðir hans brosti skömmustulega yfir trúgirni sinni og lyfti töfra- gripnum upp; Herbert settist við píanóiö alvarlegur á svip og sló nokkrar hljómmiklar nótur, en deplaði augunum til móður sinnar um leið. „Ég óska mér tvö hundruð punda,“ sagði gamli maðurinn skýrt. Um leið heyrðist fagur hljómur frá píanóinu, en gamli maðurinn rak upp angistaróp. Kona hans og sonur hlupu til hans. „Hún hreyfðist,“ hrópaði hann og leit með viðbjóði á loppuna, sem lá á gólfinu. „Um leið og ég óskaði kipptist hún til eins og ormur í höndunum á mér.“ „Ja, ég sé nú ekki peningana," sagði sonur hans, tók upp loppuna og lagði hana á borðið; „og ég spái því að ég sjái þá aldrei.“ „Þetta hefur hlotið að vera ímyndun úr þér, pabbi,“ sagði kona hans og horfði á hann með áhyggjusvip. Hann hristi höfuðið. „Við skul- um ekki hugsa um það. Þaö er eng- inn skaði skeður, en engu síður varð mér anzi bilt við.“ Þau settust aftur við eldinn og karlmennirnir luku úr pípum sín- um. Úti var ofsinn meiri en nokkru sinni, og gamli maðurinn hrökk saman við skell í hurð uppi á'loft- inu. Óvenjuleg og dapurleg þögn lagðist yfir þau og hélzt órofin unz gömlu hjónin stóðu á fætur til að hátta. „Ég á von á að þið finnið fjár- fúlguna bundna í stóran böggul í miðju rúminu ykkar,“ sagði Her- bert, er hann bauð þeim góða nótt. „Þá húkir líklega einhver hræðileg ófreskja uppi á fataskápnum og gefur ykkur auga þegar þið hirðið hinn illa fengna gróða.“ II. Herbert gat ekki annað en hleg- ið að ótta sínum, þegar bjartir geislar vetrarsólarinnar léku um morgunverðarborðið daginn eftir. Yfir stofunni var eðlilegur og heil- næmur blær, gagnstætt því sem verið hafði kvöldið áður, og litla, skorpna loppan hafði verið lögð á hornhilluna af slíku hirðuleysi að ekki virtist mikil trú höfð á töframætti hennar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.