Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 7
DVÖL
149
Óskaðu þér að verða keisari, pabbi,
til að byrja með; þá er ekki hætt
við að kerla þín kúski þig.“
Hann hoppaði kringum borðið,
og gamla konan elti hann bálvond
með borðdúkinn að vopni.
White gamli tók loppuna upp úr
vasa sínum og horfði hikandi á
hana. „Ég veit ekki hvers ég á að
óska, það er sannleikurinn," sagði
hann hægt. „Mér finnst ég hafa
fengið allt sem ég þarfnast.“
„Ef þú gerðir húsið hreint,
mundirðu þá ekki verða alsæll?“
sagði Herbert og hvíldi höndina á
öxl hans. „Óskaðu þér tvö hundruð
punda; það hrekkur upp í kostn-
aðinn.“
Faðir hans brosti skömmustulega
yfir trúgirni sinni og lyfti töfra-
gripnum upp; Herbert settist við
píanóiö alvarlegur á svip og sló
nokkrar hljómmiklar nótur, en
deplaði augunum til móður sinnar
um leið.
„Ég óska mér tvö hundruð
punda,“ sagði gamli maðurinn
skýrt. Um leið heyrðist fagur
hljómur frá píanóinu, en gamli
maðurinn rak upp angistaróp.
Kona hans og sonur hlupu til hans.
„Hún hreyfðist,“ hrópaði hann
og leit með viðbjóði á loppuna, sem
lá á gólfinu. „Um leið og ég óskaði
kipptist hún til eins og ormur í
höndunum á mér.“
„Ja, ég sé nú ekki peningana,"
sagði sonur hans, tók upp loppuna
og lagði hana á borðið; „og ég
spái því að ég sjái þá aldrei.“
„Þetta hefur hlotið að vera
ímyndun úr þér, pabbi,“ sagði kona
hans og horfði á hann með
áhyggjusvip.
Hann hristi höfuðið. „Við skul-
um ekki hugsa um það. Þaö er eng-
inn skaði skeður, en engu síður
varð mér anzi bilt við.“
Þau settust aftur við eldinn og
karlmennirnir luku úr pípum sín-
um. Úti var ofsinn meiri en nokkru
sinni, og gamli maðurinn hrökk
saman við skell í hurð uppi á'loft-
inu. Óvenjuleg og dapurleg þögn
lagðist yfir þau og hélzt órofin
unz gömlu hjónin stóðu á fætur til
að hátta.
„Ég á von á að þið finnið fjár-
fúlguna bundna í stóran böggul í
miðju rúminu ykkar,“ sagði Her-
bert, er hann bauð þeim góða nótt.
„Þá húkir líklega einhver hræðileg
ófreskja uppi á fataskápnum og
gefur ykkur auga þegar þið hirðið
hinn illa fengna gróða.“
II.
Herbert gat ekki annað en hleg-
ið að ótta sínum, þegar bjartir
geislar vetrarsólarinnar léku um
morgunverðarborðið daginn eftir.
Yfir stofunni var eðlilegur og heil-
næmur blær, gagnstætt því sem
verið hafði kvöldið áður, og litla,
skorpna loppan hafði verið lögð á
hornhilluna af slíku hirðuleysi að
ekki virtist mikil trú höfð á
töframætti hennar.