Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 13
D VÖL
155
ákaft um. „Ég gleymdi að það var
tvær mílur burtu. Hvers vegna
heldurðu mér? Slepptu. Ég verð
að opna dyrnar.“
„í Guðs bænum hleyptu honum
ekki inn,“ veinaði gamli maðurinn
og skalf á beinunum.
„Þú ert hræddur við son þinn,“
æpti hún og brauzt um. „Slepptu
mér. Ég er að koma; Herbert; ég
er að koma.“
Aftur og aftur var bankað.
Gamla konan sleit sig lausa með
snöggu viðbragði og hljóp út úr
herberginu. Maður hennar elti
fram á loftskörina og kallaði eftir
henni í bænarrómi, er hún þaut
niður stigann. Hann heyrði glamra
í keðjunni og slagbrandinn að neð-
an dreginn hægt og þyngslalega úr
grópinni. Svo kallaði gamla konan
móð og másandi.
„Komdu niður. Ég get ekki náð
lokunni.“
En gamli maðurinn var kominn
á fjóra fætur og fálmaði æðisgeng-
inn um gólfið í leit að loppunni.
Bara að hann gæti fundið hana
áður en sá, sem úti var, kæmist
inn. Höggin buldu á húsinu eins
og stórskotahríð, og hann heyrði
að kona hans dró stól fram að úti-
dyrunum. Hann heyrði ískra í lok-
unni, er hún þokaðist hægt frá,
og í sama bili fann hann apalopp-
una og stundi upp þriðju og síðustu
óskinni.
Höggin hættu allt í einu, þótt
þau ómuðu enn um húsið. Hann
heyrði að stóllinn var dreginn frá
og dyrnar opnaðar. Kaldur gustur
gaus inn um dyrnar, og kona hans
rak upp hátt og sárt örvæntingar-
kvein. Þá fékk hann hug til að
hlaupa niður til hennar og síðan
út að hliðinu. Götuljósið andspæn-
is húsinu varpaði flöktandi bjarma
á auða og hljóða brautina.
Ung, bókmenntahneigö kona, sem átti heima í Columbíu, spuröi eitt
sinn kennara viö námskeið, er hún tók þátt í, hvort hann hefði lesið met-
sölubókina, sem núna væri mest talað um. Þegar hann viðurkenndi, að
það hefði hann ekki gert, varð hún mjög undrandi og svaraði: „Nú, yður
veitir þá ekki af að fara að byrja á því, það eru þrír mánuðir síðan hún
kom út.“
„Ungfrú," svaraði kennarinn. „Hafið þér lesið hinar snilldarlegu kome-
diur Dantes. Nú, ekki það? Yður veitir þá ekki af að fara til þess, því að
það eru sex hundruð ár síðan þær voru skrifaðar."
— Ég hugsa aldrei um það, hvort ég muni græða peninga á kvikmynd-
um mínum eð'a ekki, sagði Samuel Goldwyn, kvikmyndakóngur, við George
Bernard Shaw, þegar verið var að semja um kvikmyndatöku af bók hans
Pygmalion. — Það er listin, sem mér er fyrir öllu.
— Já, það er nú einmitt það, sem okkur greinir á um, svaraði Shaw
þurrlega. — Þér hugsið eingöngu um listina, en ég hugsa aðeins um pen-
ingana.