Dvöl - 01.07.1945, Page 17
D V O L
um við upp á krít í Litlu-Concor-
diu. Það, sem á vantaði, mundi
Guð áreiðanlega sjá um, og milli
jóla og nýjárs ætluðum við að
heimsækja Yxlöv gamla.
En það kostaði nokkur útgjöld.
Yxlöv gamli var fjarskyldur ætt-
ingi Priðþjófs. Hann var vel met-
inn malari og bjó hér um bil eina
mílu utan við bæinn. Hann var
gamall sérvitringur, sem hafði lært
heilmikið á lífsleiðinni. Hann vissi
allt og var allra ráðgjafi, hagur
bæði á tré og járn. Hann stundaði
líka skottulækningar og var snjall-
asti garðyrkjumaður, sem þar
þekktist. Eini löstur hans var sá,
að honum þótti gott að fá sér í
staupinu við og við, en það er nú
reyndar almennur mannlegur
breyskleiki. En hann átti ágætt
varnarmeðal gegn afleiðingunum
af of miklum hátíðahöldum, og það
er ekki rétt að leyna því fyrir les-
andanum. Áður en hann lagði af
stað í hófið, fékk hann sér dálítinn
teyg af olíu, því að hann hafði
komizt að raun um, að olían lá
alltaf í þunnu lagi efst í magan-
um, vegna þess hvað hún var létt,
og hindraði þannig, að áfengið
stigi honum til höfuðsins. Hann
fullyrti, að þetta ráð væri alger-
lega óbrigðult.
Jæja, nú þekkirðu Yxlöv gamla,
að minnsta kosti svolítið.
Svo rann aðfangadagur jóla upp
og eftir staðgóðan morgunverð í
Concordíu héldum við til herbergis
159
okkar, til þess að ráðgast um.
hvernig við gætum eytt fimmkall-
inum.
Það var nístingskuldi jafnt úti
sem inni. Hurðarhandföng og
gluggai’úður voru hvít af hélu, og
maður tók ekki eftir því, þegar
dautt var í pípunni, þvi að and-
gufan villti manni sýn.
Við urðum strax sammála um
að kaupa púns fyrir þrjár krónur.
Svo kom okkur saman um að kaupa
jólagjafir fyrir afganginn handa
vinnukonum j árnbrautarverkfræð-
ingsins, því að við höfðum farið
með þeim í hringekju niður Feits-
velli, og þær voru fallegustu stúlk-
urnar í heiminum. Þær voru vanar
að kinka kolli til okkar úr eldhús-
glugganum, þegar við gengum
fram og aftur fyrir utan járn-
brautarstöðina, og þessi áhugi
þeirra var sannarlega launaverð-
ur.
Og svo fórum við að kaupa til
jólanna. Friðþjófur komst yfir
silkisjal fyrir eina krónu og tutt-
ugu og fimm aura, og ég náði í
einhvers konar mynd til þess að
hengja yfir spegilinn, sem ég hugs-
aði mér að væri á hinni fátæklegu
kommóðu. Myndin var af postu-
línsbrúðu í dansklæðum, og mér
fannst sjálfum þetta vera bíræfin
kaup, en stúdentar eru nú alltáf
undarlegir i sér. Það tilheyrir æsk-
unni, og ég held, að það sé ekkert
óeðlilegt. Við komum gjöfunum á
framfæri, er við höfðum búið um