Dvöl - 01.07.1945, Page 20

Dvöl - 01.07.1945, Page 20
162 D VÖL ekki voga ykkur að reka nefið út eftir til mín, því þá siga ég hund- unum á ykkur, þorparnir ykkar. Hann tæmdi glasið í ofsabræði, fyllti það aftur og tæmdi það á ný. — Að láta svona vindhana eins og ykkur með háa hatta, sem þið hafið ekki einu sinni borgað, vera að móðga sig. Þið setjið ykkur á háan hest, af því að þið getið talað latínu, hebresku og ensku. En vitið þið, hvað ég get? Vitið þið það? Ég get gelt ykkur.-----Nú drekk ég síðasta glasið með ykkur, spjátr- ungar. — Jæja, opnið strax næstu flösku. Ég get borgað hana, ef þið tímið ekki að gefa mér sopa. Yxlöv var orðinn alveg auga- fullur. Við drógum upp síðustu flöskuna og helltum í glasið hjá þeim gamla. Hann tæmdi það á svipstundu og reis síðan með erfiðismunum á fætur af bekknum. Ég hélt ég væri í heimboði hjá menntuðu fólki. — Þið eruð garm- ar og ræflar, já, það eruð þið sann- arlega. — Þið eruð ekkert nema montið og mannalætin. — En þið skuluð ekki vera að hafa fyrir því að koma út eftir til mín. Nei, þaö skuluð þið ekki gera. — Ég siga bara á ykkur hundunum. — Megum við ekki fylgja yður að vagninum, herra Yxlöv, — og hjálpa yður að ljúka erindum yð- ar? — Já, ég skal fara, en það er samt alveg óþarfi af ykkur að henda mér út. Ég er að fara. — Ég fer. — Ha, sjáið þið ekki að ég er aö fara. — Æ, hvar í fjandanum er pottlokið mitt, — hafði skínandi skinnhúfu, — þarna, eða er það kötturinn, sem liggur þarna í horn- inu? Hann sparkaði inn í ofnkrók- inn og tók feiknamikið bakfall. — Það er húfan mín.--------Það er húfan mín.-------Þið hneggið, afglaparnir, af því að þið haldið að ég sé fullur, nei ekki nú hreint, það hefur aldrei nokkur maður verið svo algáður sem ég er núna. Heyrið þið það? Hann rambaði fram og aftur í oínkróknum og náði loks taki á húfunni. — En megum við samt ekki fylgja yður, herra Yxlöv? — Fylgja mér. Sá, sem vogar sér að elta mig, skal fá einn svo vel úti látinn, að hann rísi ekki upp framar. Ég hef nú spjarað mig einn í fimmtíu og fimm ár, og verð svo að þola að hálfvitar eins og þið gerið gys að mér í ellinni. — Já, en góði herra Yxlöv. En Yxlöv gamli sparkaði hurð- inni opinni og var þegar kominn út á tröppurnar. Járnaðir skósólar hans skullu með háum smellum á steintröppurnar. — Við verðum að hafa auga með honum. Við getum ekki látið hann fara svona einan síns liðs. Við rukum út á eftir honum, en Yxlöv gamli var horfinn í mann- ösina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.