Dvöl - 01.07.1945, Síða 22

Dvöl - 01.07.1945, Síða 22
164 Ö VOL væri það heilög skylda kristinná manna að láta allar erjur falla niður, og sá væri göfugastur sem fyrst rétti höndina — eða öllu heldur flöskuna — fram til sátta. Við hefðum hugsað mikið um það, hvaða tilfinningar hlytu áð bær- ást í brjósti þeirra lögregluþjóna, sem neyddust til þess að vera á verði hina heilögu jólanótt, þegar enginn gerir mús mein í bænum, og það getur talizt algerlega óþarft að halda vörð á stöðinni, því að andi kærleikans og friðarins svífur yfir engjunum, alveg eins og stjarnan yfir fjárhúsinu fyrir nærri tvö þúsund árum síðan. Nú skyldum við tæma bikar kærleik- ans, friðarins og sáttanna af hinu ágæta Ulanders-púnsi, og láta það vera innsigli þess friðar, sem báðir stríðsaðilar hefðu svo lengi þráð. Þetta snerti ekki aðeins okkur eina; við kæmum í nafni allra stúdentanna, alls Háskólans, allt frá rektor að dyraverði. Við kæm- um í raun og veru í nafni alls þess hluta sænsku þjóðarinnar, sem í framtíðinni ætti að gegna öllum hinum mikilsverðu embættum, allt frá forsætisráðherranum niður í -----ja, hvað á ég að segja? — í einu orði: Skál! og þökk fyrir allt, sem liðið er. Guð gefi, að við eigum eftir að lifa margar jólanætur sem þessa. Ég rétti flöskuna að yfirlögreglu- þjóninum, — og sjá, — hann greip hana. En þarna var aðeins eitt glas, það sem stóð á borði lögreglu- fulltrúans, og það þorði enginn maður að snerta, hann gat komið á hverri stundu — í eftirlitsferð. Svo drukkum við bara fjórir af sama stútnum, og engill jólanna lagði blessun sína yfir alla athöfn- ina. Þetta var dásamlegt. Okkur var innan brjósts eins og trúboð- um, sem hefur orðið verulega vel ágengt í heiðnu landi. En klirrrrrrrr. Síminn. Lögreglu- þjónn þaut að símanum. — Afsakið herrar mínir, en það er símað, að það liggi fullur maður á götunni hjá járnbrautarstöðinni. Við verðum að sækja hann. — Já, ég veit hver það er, sagði ég drjúgur. — Það er hann Yxlöv gamli. Það er engin þörf á að bæði yfirvöldin fari að sækja hann. Annar er meira en nóg, ég fer með. Við getum svo sopið dreggjarnar á eftir. Dauðans vandræði að verða að skilja svona fljótt. Mér er það enn þann dag í dag óskiljanlegt, að þessi jólastemning skyldi grípa lögregluþjónana svo föstum tökum, að þeir féllust á þessa uppástungu. Fi’iðþjófur sat kyrr en ég hljóp út með lögreglu- þjóninum. Það var nístings kuldi, og við hlupum niður eftir Vaksal- götunni og inn í garð járnbrautar- stöövarinnar. Eftir nokkra snún- inga fundum við manninn. Jú, auðvitað var það Yxlöv gamli. Heimferðin til lögreglustöðvar- innar var ekki sérlega tignarleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.