Dvöl - 01.07.1945, Side 22
164
Ö VOL
væri það heilög skylda kristinná
manna að láta allar erjur falla
niður, og sá væri göfugastur sem
fyrst rétti höndina — eða öllu
heldur flöskuna — fram til sátta.
Við hefðum hugsað mikið um það,
hvaða tilfinningar hlytu áð bær-
ást í brjósti þeirra lögregluþjóna,
sem neyddust til þess að vera á
verði hina heilögu jólanótt, þegar
enginn gerir mús mein í bænum,
og það getur talizt algerlega óþarft
að halda vörð á stöðinni, því að
andi kærleikans og friðarins svífur
yfir engjunum, alveg eins og
stjarnan yfir fjárhúsinu fyrir
nærri tvö þúsund árum síðan. Nú
skyldum við tæma bikar kærleik-
ans, friðarins og sáttanna af hinu
ágæta Ulanders-púnsi, og láta það
vera innsigli þess friðar, sem báðir
stríðsaðilar hefðu svo lengi þráð.
Þetta snerti ekki aðeins okkur
eina; við kæmum í nafni allra
stúdentanna, alls Háskólans, allt
frá rektor að dyraverði. Við kæm-
um í raun og veru í nafni alls þess
hluta sænsku þjóðarinnar, sem í
framtíðinni ætti að gegna öllum
hinum mikilsverðu embættum, allt
frá forsætisráðherranum niður í
-----ja, hvað á ég að segja? — í
einu orði: Skál! og þökk fyrir allt,
sem liðið er. Guð gefi, að við eigum
eftir að lifa margar jólanætur sem
þessa.
Ég rétti flöskuna að yfirlögreglu-
þjóninum, — og sjá, — hann greip
hana. En þarna var aðeins eitt
glas, það sem stóð á borði lögreglu-
fulltrúans, og það þorði enginn
maður að snerta, hann gat komið
á hverri stundu — í eftirlitsferð.
Svo drukkum við bara fjórir af
sama stútnum, og engill jólanna
lagði blessun sína yfir alla athöfn-
ina. Þetta var dásamlegt. Okkur
var innan brjósts eins og trúboð-
um, sem hefur orðið verulega vel
ágengt í heiðnu landi.
En klirrrrrrrr. Síminn. Lögreglu-
þjónn þaut að símanum.
— Afsakið herrar mínir, en það
er símað, að það liggi fullur maður
á götunni hjá járnbrautarstöðinni.
Við verðum að sækja hann.
— Já, ég veit hver það er, sagði
ég drjúgur. — Það er hann Yxlöv
gamli. Það er engin þörf á að bæði
yfirvöldin fari að sækja hann.
Annar er meira en nóg, ég fer með.
Við getum svo sopið dreggjarnar á
eftir. Dauðans vandræði að verða
að skilja svona fljótt.
Mér er það enn þann dag í dag
óskiljanlegt, að þessi jólastemning
skyldi grípa lögregluþjónana svo
föstum tökum, að þeir féllust á
þessa uppástungu. Fi’iðþjófur sat
kyrr en ég hljóp út með lögreglu-
þjóninum. Það var nístings kuldi,
og við hlupum niður eftir Vaksal-
götunni og inn í garð járnbrautar-
stöövarinnar. Eftir nokkra snún-
inga fundum við manninn. Jú,
auðvitað var það Yxlöv gamli.
Heimferðin til lögreglustöðvar-
innar var ekki sérlega tignarleg.