Dvöl - 01.07.1945, Page 25
D VÖL
167
Uppvœgir hugðust öllum nauðga heimi
andiega geldir, vankasjúkir menn;
smápjóðum velkt í útrýmingareimi,
örbjarga að fullu og skyldu glatast senn.
Allt bar um dug og eljusemi vottinn,
auglýst í verki Satans stefnumið.
Loks var að finna að fyki mjög í drottin, —
fleygt að þeim neista, er lítt varð ráðið við.
Hvað hefur unnizt, — Danzig, svo sem dreymt var?
dýr varð sú borg og hennar grenndarföld;
auk þess að lokum rœkalls illa reimt þar
af rússneskum, — sem sé lognum fyrr í mold.
Þar er nú sá, er skjöldinn ber og skjómann,
en skipaðu, herra, að fögrum vonum not,
að þaðan menn hreppi hamingjuna og sómann, —
heiminum fráleitt vísað þar í kot.
Dauft er í heimi, sollin flaka sárin,
sviðinn ei slíkur nokkurn tíma fyrr,
fárþungt á hugum liggja liðnu árin,
leyndur þó dýpra bliki glaður hyr;
enn fer að hjarna endurreisnarkraftur,
enn þá að kvikna fyrirheitin góð:
mannkyn að greiða aldrei skuli aftur
iðgjöld svo frek í böls og dauða sjóð. —
Stríðið er búið, stórum höggum lokið,
storminum slotað, sjatna tekur kurr. —
Er þá að sumir œtli í skjólin fokið
áður en vari — og gróðalindin þurr?
Förlar nú öllu og fara mál að vandast,
að farsœld á jörðu veiti oss minna lið?
Meistarinn hœða, styrk þú oss að standast
straumana nýju, — heimsins þráða frið.
Ágúst 1945.