Dvöl - 01.07.1945, Síða 27

Dvöl - 01.07.1945, Síða 27
D VÖL 169 ganga aldrei frá ólæstri hirzlu og sofa á lyklum sínum á hverri nóttu. Sennilega hefur vetrarmanns sjaldan veri'ð beðið með meiri ný- fíkni en heimilisfólkið á Orrastöð- um beið Andrésar Karelíusar And- réssonar. Þótt langmest kenndi tortryggni og andúðar í garð þessa væntanlega heimilismanns, var þó stundum minnzt á hann með vork- unnsemi og borið blak af honum. Líklegt var talið, að umkomuleysi hans í bernsku og erfið æskukjör ættu sökina á því, hversu villu- gjarnt honum hafði orðið. Verið gat áð dvöl á góðu heimili beindi honum á rétta leið, og þá væri hann ekki til einskis umborinn og að honum hlynnt á Orrastöðum. Andrés kom um veturnæturnar, og hafði farið fylgdarlaust um langan veg í skarahríö. Hann hafði þrætt með símalínunni lengst af. Talsvert lét hann yfir ratvísi sinni og karlmennsku, og nokkuð hafði hann til síns máls; hann hafði borið þunga byrði á bakinu og virt- ist þó ekki dasaður til muna. Hann var meðalmaður á hæð, samanrek- inn og kraftalegur, bjartleitur og þó ekki svipgóður. Augu hans voru fallega blá, en það var eins og þau gætu ekki mætt annarra augum né stöðvazt við neitt, hann gaut þeim alltaf út undan sér sitt á hvað. Þessar sífelldu augnagotur gerðu svip hans ódjarflegan og lymsku- legan. „Hann er áreiðanlega illmenni,“ sagði stúlkan, sem bar honum mat. Þegar hann hafði snætt settist hann á rúmið, sem honum var ætlað að sofa í, leysti böndin af pokanum, sem hann hafði borið á bakinu, og tók upp úr honum vinnuföt og nærklæðnað, plögg og skó. Hann bað húsfreyjuna að taka við fötum sínum til geymslu og strauk hugfanginn nýja mansétt- skyrtu og hálsbindi áður en hann lét það frá sér. „Áttu ekkert koffort eða neins konar hirzlu?“ spurði húsfreyja. Hann neitaði því rjóður og sneyptur. Koffortið, sem hann var búinn og eiga í mörg ár, var orðið svo sundurliðað, að hann hafði látið konu hafa það í uppkveikju. Hún hafði hýst hann og gefið hon- um að borða, svo að hann þurfti að víkja henni einhverju. En hann hafði þó verið til sjós um sumarið, gat hann þá ekki keypt sér koffort og skinnað sig upp? Jú, hann hafði keypt sér sitt af hverju, t. d. þessa fallegu skyrtu og hálsbindi, fötin, sem hann var í, skó og sokka. Meira að segja hafði hann fengið sér frakka, en hann týndist fljótlega, ellegar þá að einhver hafði stolið honum. Annars hafði suinarkaupið hans að mestu leyti farið í kvenfólk og brennivín, sagði hann, skakkskaut augunum og glotti. Húsfreyja hristi höfuðið og þagði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.