Dvöl - 01.07.1945, Side 29

Dvöl - 01.07.1945, Side 29
D VÖL 171 vilcli Drési fara sínu fram, gaf fénu oft inni, þó að beitarfært væri, hafði fljótaskrift á gegningunum og lá svo mikið af degi uppi í rúmi sínu eða glettist við kvenfólkið. Þó lét hann oftast að orðum húsfreyj- unnar, því að hana vildi hann ekki styggja. Er fram í sótti tók hún að sér stjórnina á Drésa, þegar bóndi hennar var ekki heima, sagði hon- um fyrir um það, hvenær halda skyldi fénu til beitar, og leit sjálf eftir umgengni í fjárhúsi og hlöðu. Dögum saman virtist Drési hafa ánægju af fjárhirðingunni, eink- um þegar féð var alveg á gjöf, en svo gat dottið í hann sá dyntur að nenna alls engu. Hann sagðist þá vera veikur og ókst ekki úr rúm- inu. í fyrstu tók húsfreyja mark á veikindum hans, settist á rúm- stokkinn hjá honum og bjóst til að skrifa sjúkdómslýsingu, sem hún ætlaði að síma héraðslækn- inum. Af því varð þó ekkert, því að við nánari athugun og eftir- grennslan þótti henni sjúklingur- inn æði grunsamlegur. Hitalaus virtist hann vera og matarlystin í bezta lagi, en stingi þóttist hann hafa, aftan og framan og allt í kring og ógurlegt slen, svo að hann mátti sig naumast hræra úr stað. Hann bað húsfreyjuna að skila til læknisins að senda sér hoffmanns- dropa og slímlosandi brjóstsykur. „Ég held, að þú hefðir bezt af því að fara á fætur.“ sagði hús- freyja með hægð. En hann lét ekki snúa svoleiðis á sig og var veikur eftir sem áður. í þetta sinn lá hann i tvo daga, næst voru það þrír dagar, en þegar hann lagðist í þriðja sinn, vildi svo heppilega til að héraðslæknirinn var á ferð um sveitina og var beð- inn að líta á sjúklinginn á Orra- stöðum. Húsfreyja tók hann á ein- tal, áður en hann gaf sig að sjúk- lingnum, og sagði honum grun- semdir sínar. Skoðunin á Drésa var ekkert kák, læknirinn hlustaði hann, kreisti hann og barði og horfði of- an í hann, og þó var þetta ekkert' á móti spurningunum, sem dundu yfir vesalinginn. „Jæja, karlinn,“ sagði læknjrinn og sló þéttingsfast á öxl sjúklings- ins. „Ég get ekki fundið að neitt sé að þér, en eitthvað hlýtur það þó að vera fyrst þú hefur þessa stingi og óveruskap. Nú get ég ekki annað betra ráðlagt en að þú svelt- ir þig, þegar þú færð köstin. Undir eins og þig kennir til verðurðu að leggja þig upp í rúm og mátt ekki nærast á neinu nema bolla af blá- vatni með hálfri teskeið af smjör- salti út í og einni sakkaríns-plötu til bragðbætis. Ef stingirnir láta sig ekki við sveltuna og köstin end- urtaka sig, sé ég ekki annað vænna en þú komir út eftir til mín og ég geri á þér holskurð upp á líf og dauða.“ Að svo mæltu kvaddi læknirinn og fór. En Drési var æði þungt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.