Dvöl - 01.07.1945, Page 32
174
DVÖL
Hróðugur sýndi hann henni ger-
semina, vasaspegil með blökku-
manni á bakinu.
„Drési gaf mér hann ’í jólagjöf."
Drési hegðaði sér vel yfir hátíð-
ina, en upp úr þrettánda fór að
slá út í fyrir honum aftur. Og nú
voru kvennafarssögurnar hans öllu
ósvífnari en áður, einkum fyrir
það, að hann nafngreindi stúlku
þaðan úr sveitinni, sem hann þótt-
ist hafa kynnzt í Eyjum á næst-
liðnum vetri og átt allnáin skipti
við. Þetta var einstök siðprýðis-
stúlka, sem enginn trúði neinu
misjöfnu um, og því hatramlegra
var það, að strákhelvítið skyldi
Ijúga svona purkunarlaust upp á
hana lýtum og skömmum. Það var
meira en hægt var að þola bóta-
laust. Piltarnir á Orrastöðum hétu
því, að þessa skyldu þeir hefna, svo
að Drésa ræki lengi minni til.
Skömmu seinna var Drési kall-
aður í síma, og það var enginn ó-
tignari en sýslumaðurinn, sem var
í hinum endanum. Hann var hinn
versti yfir því að Andrés bæri
lognar og ærumeiðandi sakir á
unga, heiðvirða stúlku og hótaði
honum þyngstu refsingu, ef hann
lýsti því ekki yfir í votta viðurvist
að allt, sem hann hefði um stúlk-
una sagt, væri rakalaus lygi frá
upphafi til enda.
„O, ekki held ég að ég fari að éta
ofan í mig það, sem ég hef sagt,“
sagði Drési.
„Þú ferð á Letigaröinn, þú færð
ævilanga sekt, þú verður hengdur,
skotinn og tvískorinn," grenjaði
sá, sem þóttist vera sýslumaður-
inn.
„Þá það,“ svaraði Drési.
„Hann hlýtur að vera fullur
mannskrattinn,“ sagði hann um
leið og hann lagði frá sér heyrnar-
tólið.
— Þegar þetta hafði ekki til-
ætluð áhrif brugguðu piltarnir á
Orrastöðum ný hrekkjabrögð og
fengu pilt af næsta bæ til þess að
leika aðalþáttinn. Sá hét Jósep.
Laglegur piltur og liðlega vaxinn.
Hann lék í öllum ungmennafélags-
leikritum, sem sýnd voru þarna í
sveitinni, og þótti frábær leikari.
Honum tókst að breyta svo útliti
sínu, málrómi og fasi að jafnvel
þeir, sem voru honum nákunnugir,
áttu örðugt með að þekkja hann.
Þessi piltur var fenginn til að taka
á sig kvenmannsgervi og koma í
kvöldheimsókn að Orrastöðum.
Það vildi svo heppilega til, að
þegar húsbóndinn sótti aðalfund
kaupfélagsins fór húsfreyja með
honum. Sennilega hefði hún aldrei
gefið samþykki sitt til að Drési
væri hlunnfarinn á þennan hátt,
og var því um að gera að nota
tækifærið á meðan hún var að
heiman. Ekki sízt fyrir það, að
hún bað heimilisfólkiö að skemmta
sér vel yfir helgina. Stofan væri
því heimil til að dansa í og auka-