Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 33
D VÖL
kaffi á laugardagskvöldið, ef það
vekti fram eftir.
„Dansið þið ögn við hann Drésa,
stúlkur mínar. Hann verður þá
kannske ekki eins orðljótur næstu
viku,“ sagði hún.
— í húminu á laugardaginn
skauzt Jósi heim að Orrastöðum,
hann var með hnakktösku í hand-
arkrikanum. Umsvifalaust var far-
ið með hann upp á stofuloft og
tekið til óspilltra málanna við að
skrýða hann og farða. Handklæði
var vafið um mjaðmir hans og líf-
stykki strengt utan yfir, dúnkoddi
settur á brjóstið. Þótti þá sæmi-
lega frá vextinum gengið og var
hann næst færður í hvítt millipils
með blúndu að neðan, sem átti að
gægjast niður undan kjólfaldinum.
Yzt voru litsterkar silkiflíkur, stór
silfurnæla skartaði á barminum og
var næld í dúnkoddann. Þá var
ekki fótabúnaðurinn slorlegur,
gljáskór og silkisokkar. Síðast var
andlitið tekiö til meðferðar, vang-
ar og varir rjóðað, brýr svert-
ar og dyft með þrílitu dufti og
skyldi það töfra fram hin kven-
legustu litbrigöi. Hárið var greitt
ofan á ennið til þess að gera ung-
frúna ofurlítið sætheimska á svip-
inn, en til þess að hylja hnakka-
svipinn var skræpóttum silkiklút
bundið um höfuðið. Jósi var horf-
inn, í hans stað sat allra lagleg-
asta nótintáta fyrir framan stóran
spegil í kamesinu og æfði sig í
175
kvenlegum svipbrigðum og léttu
hjali.
„En hvaö á barniö að heita?“
Eftir allmiklar bollaleggingar var
Karólínunafnið valið með tilliti til
þess, að Drési hét Karelíus.
Þá byrjaði ballið í stofunni og
ókunna stúlkan var leidd þangað
inn. Hún heilsaði með kurteisi og
prýði, tók í hendurnar á karlmönn-
unum og kyssti stúlkurnar. Settist
síðan gegnt Drésa og renndi til
hans hýru auga. Það var auöséð að
Drésa hitnaði í hamsi, en hann
var of uppburðarlaus til þess að
hafast nokkuð að. Sat sem áður
og blimskakkaði augunum til þess-
arar föngulegu og fínu stúlku, sem
var svo glaðtýruleg á svipinn, og
leizt sjáanlega bezt á hann, þó að
hún dansaði við hina strákana.
Enda var hún viðbragðsfljót að
bjóða honum upp þegar dömufrí
varð. Hvílík dýrðarstúlka. Hún
dansaði við hann vangadans og
Karólína hét hún. Kvöldið leið eins
og ljúfur draumur við „blikkleik"
og dans, lummukaffi og kossaflens
frammi í göngunum. Hvað geröi
það til þótt hlegið væri og pískrað
inni í stofunni á meðan og kannske
njósnað um þau. — í ástaralgleym-
ingi sínum var Drési hafinn yfir
heimsádeilu, háð og spott.
„Varaðu þig, Drési, margur hefur
krækt sig á kvennaelsku," sagði
einn piltanna, en Drési lét ekki að-
varanir á sér festa.