Dvöl - 01.07.1945, Síða 40
182
að bera upp fyrir honum alvarlegt
kærumál. Dómarinn fullvissaði
hana um, að hann væri reiðubúinn
að hengja svo að segja hvern sem
væri fyrir hana, því að hann lang-
aði til að gera henni einhvern mik-
inn greiða. En fallega stúlkan tók
það skýrt fram, að hún færi alls
ekki fram á það, að umræddur
maður yrði tekinn af lífi, heldur
aðeins að hann greiddi henni þús-
und dúkata, því að hann hefði,
satt bezt sagt, nauðgað henni.
— A — ha, sagði dómarinn og
greip andann á lofti. — Þó það nú
væri, þú ert sannarlega þess virði
og rúmlega það, hjartað mitt.
— Já, það getur verið, en ég læt
mér það nú samt nægja og gef fús-
lega kvittun fyrir þúsund dúköt-
um, því að þá get ég lifað góðu lífi
án þess að stunda þvotta, sagði
hún.
— Og sá, sem hefur rænt þessu
dýrmæta hnossi getur hann þá
borgáð? spurði dómarinn.
— Já, það getur hann áreiðan-
lega.
— Þá skal hann sannarlega fá
að gera það svikalaust. En hver
er maðurinn?
— Það er herrann af Fou.
— Ja, þá horfir málið reyndar
dálítið öðruvísi við, sagði dómar-
inn.
— Nú, gengur ekki réttlætið
jafnt yfir alla? sagði hún.
— Ég var að ræða um málið en
ekki réttlætið, sagði dómarinn. —
DVÖL
En nú verð ég að biðja um nán-
ari lýsingu á öllum aðdraganda og
málavöxtum.
Fallega stúlkan sagði nú skýrt
og skilmerkilega frá þvi, hvernig
hún hefði staðið við línskápinn og
verið að raða skyrtum kammer-
herrans í hillurnar, þegar hann
byrjaði að fitla við pilsfald henn-
ar, en þá hafði hún snúið sér við
og sagt. — Jæja, er herrann þá til-
búinn?
— Hu-m, sagði dómarinn. —
Þetta varpar nokkru ljósi yfir mál-
ið, því hvernig átti maðurinn að
skilja þetta öðruvísi en sem sam-
þykki þitt og bendingu um að hafa
heldur hraðan á? Ha, ha.
En stúlkan tók það skýrt fram,
að hún hefði varið sig af fremsta