Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 49
D VÖL
191
íiskurinn kom upp, eins og djúp-
sprengja hefði sprungið undir hon-
um. Hann veifaöi öðru barðinu og
jós yfir okkur sjónum, mölvaði
skutulstöngina við bátshliðina eins
og hún væri eldspýta, svo skall 10
feta langt vængbarðið á sjónum
með feikna afli og svo háum hvelli,
að heyrzt hefði mílu vegar.
Ferlikiö virtist snöggvast alveg
ruglað og sú stund varð því dýr,
því á meðan fengum við tíma til
að koma í það öðrum skutli. Þá tók
það rokuna og reif skutullinurnar
svo ótt úr höndum okkar, að okkur
leizt ekki á blikuna. Við höfðum
þó rétt áður álitið þær meira en
nógu langar. Allir reyndu að hamla
á línunum, og þegar báturinn var
orðinn nokkurn veginn stöðugur i
rásinni, festum við línurnar í hon-
um og tókum kóssinn út í hafsauga
með 10 mílna hraða á klukkustund,
ferlíkið, með bát og áhöfn í eftir-
dragi.
Hvað eftir annað þurrkaði skolli
sig upp úr sjónum og skall svo nið-
ur með háum hvelli, eins og af
gríðar sprengingu. Og alltaf sýnd-
ist okkur hann stærri, eftir því,
sem hann kom oftar í ljós. Annað
slagið tók hann djúpkaf, eins og
hann hyggðist losna við okkur á
þann hátt. Línurnar okkar voru
komnar alveg á enda, og Thompson
stóð í barkanum með reidda öxi
tilbúinn aö höggva á þær, ef allt
ætlaði í kaf. Oftar en einu sinni
lá óþægilega nærri því, að hann
léti öxina ríða.
Allt í einu slaknaði á linunum
og við drógum þær inn í ósköpum.
Ókindin sneri við og stefndi beint
á bátinn. Hún kom upp rétt að
segja undir honum, og hann byltist
til svo nærri lá, að honum hvolfdi,
og við urðum dauðskelkaðir.
En Thompson skipstjóra brast
hvorki þekkingu á sjóorustum né
nákvæmni í meðferö vopnanna, og
og hann lét nú þriðja skutulinn
hvína. Hitti hann í hausinn á
skolla, sem enn rauk af stað. Nú
voru komnar í hann þrjár aktaug-
ar, sín hvorum megin í skrokkinn
og ein í hausinn, svo aö við gátum
stýrt honum annað slagið, svipað
og hesti með aktaumum.
Skolli var nú búinn aö draga
okkur allmargar mílur, og þó stöð-
ugt blæddi úr honum, þá sýndi
hann enn engin þreytumerki. Við
köstuðum nú út akkeri, til þess að
vita, hvort það gæti ekki haldið
svolítið í hemilinn á honum. En
það sagði ekkert. Tröllið hélt áfram
að draga okkur, eins og þungi bát-
urinn okkar væri fislétt smákæna.
Skolli tók nú ýmist rokur áfram,
djúpköf, eða hann snerist gegn
okkur og virtist reyna að koma
upp undir bátnum. Eftir klukku-
stundar ferðalag vorum við nú
komnir í stilltari sjó og grynnri.
Akkerið fór nú að grípa í botninn,
og ferlíkið varð ögn viðráðanlegra,