Dvöl - 01.07.1945, Page 51

Dvöl - 01.07.1945, Page 51
DVÖL 193 fyrir okkur til skipsins og biðja þá þar að senda okkur riffil. í óða- gotinu um morguninn höfðum við alveg gleymt að taka slíkt vopn með okkur. Eyjaskeggjarnir vildu allt fyrir okkur gera og reru allt hvað af tók til skipsins. Enn leið ein klukku- stund við alls konar atrennur og áhiaup, skæruhernað og varnir á báða bóga. Þá kom litli vélbátur- inn frá skipinu með riffilinn, og við gátum loks ráðið niðurlögum þessa öfluga andstæðings. Sumir kunna að segja, að ekki hafi verið sæm- andi sönnum veiðimönnum að þurfa að nota kúlu til að vinna á skolla, en það var eina úrræðið til þess, að binda skjótan endi á viöureignina. Okkur fannst lika grimmilegt að lengja þennan leik öllu meira, því að hann var nú orðinn all ójafn. Allt til þessa hafði enginn okkar litið á klukku. Okkur hnykkti því við, þegar við komumst að raun um, að liðnar voru nærri fimm klukkustundir frá því fyrsti skut- ullinn var rekinn í þetta sjávar- tröll. Enginn hafði heldur fundið neitt til þreytu. Við höfðum verið allt of önnum kafnir til að leiða hugann að slíkum smámunum. Viðureignin hafði krafizt allra okkar lífs og sálar krafta, og nú fundum við að við máttum heita örmagna. Þó að fiskurinn hefði nú þrjá skutla og allmargar riffilkúlur í skrokknum, var hann ekki alveg dauður og við áttum fullt í fangi að draga hann til næstu hafnar. Lífseigja þessa yfirbugaða sjávar- risa var nærri ótrúleg. Fiskimennirnir í Bimini þyrpt- ust utan um skepnuna og skoðuðu hana í krók og kring, því að skolla- fiskur sást þar sjaldan, allra sízt veiddur. Ekki stóð heldur á aðstoð hinna svörtu pilta við að koma honum á land. Við fengum lánaðar stórar blakk- ir og kaðla, sem notað var við upp- og útskipun vara. Við slitum marga kaðla og vorum nærri búnir að velta bryggjunni á hliðina, en loks tókst okkur þó aö ná mestum hluta skötunnar upp úr sjó, svo að við gætum myndað hana og vegið. Við fengum stærstu vogina, sem þarna var til, en hún tók ekki nema 3000 pund. Skolli var miklu þyngri, við gizkuðum á minnst 4000 pund. Þetta var æsandi viðureign, sem reyndi á taugar og vöðva hvers okkar til hins ýtrasta. En skötunni vildum við ná til rannsóknar. Við fórum með hana til Miami, og þar var hún vandlega útbúin og út- troðin af færustu sérfræðingum og höfð til sýnis í glerkassa í mörg ár.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.