Dvöl - 01.07.1945, Síða 54

Dvöl - 01.07.1945, Síða 54
196 DVÖI. Óskar AðaLsteinn: Eitíft tjós Drengurinn var fimm ára. Hann var að bíða eftir jólunum. Mamma sagði að þau kæmu eftir stundar- korn. Og mamma sagði líka, að jólin færu fram hjá börnum, sem væru óþekk og töluðu ljótt. Svo sagði mamma, að drengurinn væri alltaf svo góður og prúður, að jól- in mundu flýta sér til hans — strax og þau kæmu í kaupstaðinn. Mamma var alltaf að segja, að drengurinn væri alveg einstakt barn. Stundum þótti drengnum það vont og hljóp á braut. Þá mundi hann eftir strákum, sem sögðu, að hann kynni ekki að bölva og þyrði aldrei að koma í slag. Drengurinn var ekkert að hugsa um þessa stráka — bara jólin. Mamma sagði, að það væri ár síð- an þau komu seinast. Það var víst ekki til lengri tími. Drengurinn vissi heldur ekki nema lítið um þessi jól. Þó vissi hann vel, að það hafði alltaf verið gaman á meðan þau voru, en aldrei neitt leiðinlegt. Þá hafði allt verið hvítt, það er að segja, þá hafði jörðin verið í hvítum fötum. Og það hafði líka allt verið hvítt — löngu eftir að jólin voru farin. Svo hafði komið mikil rigning. Þá varð allt svart og ljótt. Mamma sagði, að sum- arið kæmi bráðum. En drengurinn sá ekki hvernig það kom. Hann hafði fengið mikinn verk í höfuð- ið; ekkert vitað um sig lengi, lengi. Þegar hann vaknaði aftur, mátti hann ekkert fara út, það er að segja: þegar hann var alltaf bú- inn að vera inni, þá hafði hann loksins fengið leyfi til að vera úti. Mamma sagði, að drengurinn hefði veikzt skyndilega, og að hún og pabbi hefðu eiginlega ekkert getað sofið, því þau hefðu verið svo hrædd um, að drengurinn mundi deyja. Og þau áttu ekkert annað barn. Svo sagði mamma, að Jesús frá Nazaret hefði komiö og læknað drenginn: Jesús var betri en allir. Pabbi hans átti heima i himninum. Hann hét Guð. Hann gat allt. Jesús gat líka allt. Guð hafði samt gert miklu meira en Jesús, því hann hafði búið til allan heiminn og fólkið líka. í himninum var fallegasta landið í veröldinni. Jesús mátti alltaf vera í himninum, en hann var þar ekki nema stundum. Jesús var alltaf að lækna veika fólkið og hugga þá, sem grétu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.