Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 54
196
DVÖI.
Óskar AðaLsteinn:
Eitíft tjós
Drengurinn var fimm ára. Hann
var að bíða eftir jólunum. Mamma
sagði að þau kæmu eftir stundar-
korn. Og mamma sagði líka, að
jólin færu fram hjá börnum, sem
væru óþekk og töluðu ljótt. Svo
sagði mamma, að drengurinn væri
alltaf svo góður og prúður, að jól-
in mundu flýta sér til hans —
strax og þau kæmu í kaupstaðinn.
Mamma var alltaf að segja, að
drengurinn væri alveg einstakt
barn. Stundum þótti drengnum
það vont og hljóp á braut. Þá
mundi hann eftir strákum, sem
sögðu, að hann kynni ekki að bölva
og þyrði aldrei að koma í slag.
Drengurinn var ekkert að hugsa
um þessa stráka — bara jólin.
Mamma sagði, að það væri ár síð-
an þau komu seinast. Það var víst
ekki til lengri tími. Drengurinn
vissi heldur ekki nema lítið um
þessi jól. Þó vissi hann vel, að það
hafði alltaf verið gaman á meðan
þau voru, en aldrei neitt leiðinlegt.
Þá hafði allt verið hvítt, það er
að segja, þá hafði jörðin verið í
hvítum fötum. Og það hafði líka
allt verið hvítt — löngu eftir að
jólin voru farin. Svo hafði komið
mikil rigning. Þá varð allt svart
og ljótt. Mamma sagði, að sum-
arið kæmi bráðum. En drengurinn
sá ekki hvernig það kom. Hann
hafði fengið mikinn verk í höfuð-
ið; ekkert vitað um sig lengi, lengi.
Þegar hann vaknaði aftur, mátti
hann ekkert fara út, það er að
segja: þegar hann var alltaf bú-
inn að vera inni, þá hafði hann
loksins fengið leyfi til að vera úti.
Mamma sagði, að drengurinn hefði
veikzt skyndilega, og að hún og
pabbi hefðu eiginlega ekkert getað
sofið, því þau hefðu verið svo
hrædd um, að drengurinn mundi
deyja. Og þau áttu ekkert annað
barn. Svo sagði mamma, að Jesús
frá Nazaret hefði komiö og læknað
drenginn: Jesús var betri en allir.
Pabbi hans átti heima i himninum.
Hann hét Guð. Hann gat allt.
Jesús gat líka allt. Guð hafði samt
gert miklu meira en Jesús, því
hann hafði búið til allan heiminn
og fólkið líka. í himninum var
fallegasta landið í veröldinni. Jesús
mátti alltaf vera í himninum, en
hann var þar ekki nema stundum.
Jesús var alltaf að lækna veika
fólkið og hugga þá, sem grétu.