Dvöl - 01.07.1945, Page 55
DVÖL
197
Það gat samt enginn séð hann —
nema í anda og svo á myndum.
Drengurinn kunni ekki að sjá
Jesú í anda. Maður gat víst ekki
lært það fyrr en maður var orðinn
stór. En drengurinn hafði séð
margar myndir af Jesú, svo átti
hann tvær. Aðra þeirra hafði hann
fyrir ofan rúmið sitt, en hin var
geymd hjá mömmu. Það var sorg-
leg mynd: Jesús var að gráta og
það var mikið blóð á enninu á
honum. Fyrir löngu hafði dreng-
urinn oft hugsað um þessa mynd.
Það var stuttu eftir, að Jesús hafði
komið og læknað hann. Mamma
hafði sama og ekkert talað um
myndina. Mamma sagði, að Jesús
vildi helzt ekki, að lítil börn hugs-
uðu um svona. Lengi vel hafði
samt drengurinn ekki getað leitt
hugann frá myndinni. Stundum
hafði honum fundizt að Jesús væri
að gráta. Þá hafði drengurinn
ævirdega grátið með honum......
Seinna hafði allt breytzt. Það var
eftir að drengurinn fékk leyfi til
að vera úti. Þá var jörðin komin í
ný föt. Þau voru græn og með alla
vega blómum. Og Guð hafði fest
sólina á himininn fyrir ofan fjall-
ið. Hún var gyllt og það var í henni
mikið ljós. Dag eftir dag hafði
drengurinn hlaupið um og leikið
sér. Hann hafði næstum strax
gleymt sorglegu myndinni — og
í langan, langan tíma hafði hann
heldur ekkert munað eftir jólun-
um eða Jesú frá Nazaret.
En nú sagði mamma að jólin
kæmu eftir stundarkorn. Kannske
mundi drengurinn ekki þekkja
þau. Hann ætlaði því að biðja
mömmu, að benda sér á jólin, strax
og hún sæi þau. Svo fekk hann
sig ekki til þess: Mamma var að
horfa í eldhússpegilinn. Hún sá
bara drenginn í speglinum.Mamma
hafði sjálf saumað jólafötin á
drenginn. Hún var alveg nýbúin
að færa hann í þau. Drengurinn
var í stórum buxum, eins og pabbi.
Hann hafði ekki verið í stórum
buxum fyrr en í kvöld. Mömmu
þótti víst undur gaman að sjá
drenginn í svona buxum. Hún
hætti að horfa í spegilinn og hló.
Svo sagði mamma:
— Við skulum flýta okkur til
pabba ... Og mamma tók dreng-
inn við hönd sér og leiddi hann inn
í stofuna.
Pabbi var að raða spilum. Hann
hætti því strax er mamma og
drengurinn komu. Pabbi sagði ekki
neitt, bara horfði á drenginn og
hló. Hann var alveg eins og hún
mamma. Mamma var að kveikja
á kertum. Það kom alltaf meira
og meira Ijós. Drengurinn þurfti
einskis að spyrja. Hann vissi, að
þetta voru jólin, gat ekki hugsað
sér þau öðruvísi. Hann gleymdi sér
alveg við að horfa á öll þessi ljós,
sá varla leikföngin, sem pabbi
og mamma höfðu gefið honum í
jólagjöf. En allt í einu fannst
drengnum, að Ijósin hefðu verið