Dvöl - 01.07.1945, Síða 55

Dvöl - 01.07.1945, Síða 55
DVÖL 197 Það gat samt enginn séð hann — nema í anda og svo á myndum. Drengurinn kunni ekki að sjá Jesú í anda. Maður gat víst ekki lært það fyrr en maður var orðinn stór. En drengurinn hafði séð margar myndir af Jesú, svo átti hann tvær. Aðra þeirra hafði hann fyrir ofan rúmið sitt, en hin var geymd hjá mömmu. Það var sorg- leg mynd: Jesús var að gráta og það var mikið blóð á enninu á honum. Fyrir löngu hafði dreng- urinn oft hugsað um þessa mynd. Það var stuttu eftir, að Jesús hafði komið og læknað hann. Mamma hafði sama og ekkert talað um myndina. Mamma sagði, að Jesús vildi helzt ekki, að lítil börn hugs- uðu um svona. Lengi vel hafði samt drengurinn ekki getað leitt hugann frá myndinni. Stundum hafði honum fundizt að Jesús væri að gráta. Þá hafði drengurinn ævirdega grátið með honum...... Seinna hafði allt breytzt. Það var eftir að drengurinn fékk leyfi til að vera úti. Þá var jörðin komin í ný föt. Þau voru græn og með alla vega blómum. Og Guð hafði fest sólina á himininn fyrir ofan fjall- ið. Hún var gyllt og það var í henni mikið ljós. Dag eftir dag hafði drengurinn hlaupið um og leikið sér. Hann hafði næstum strax gleymt sorglegu myndinni — og í langan, langan tíma hafði hann heldur ekkert munað eftir jólun- um eða Jesú frá Nazaret. En nú sagði mamma að jólin kæmu eftir stundarkorn. Kannske mundi drengurinn ekki þekkja þau. Hann ætlaði því að biðja mömmu, að benda sér á jólin, strax og hún sæi þau. Svo fekk hann sig ekki til þess: Mamma var að horfa í eldhússpegilinn. Hún sá bara drenginn í speglinum.Mamma hafði sjálf saumað jólafötin á drenginn. Hún var alveg nýbúin að færa hann í þau. Drengurinn var í stórum buxum, eins og pabbi. Hann hafði ekki verið í stórum buxum fyrr en í kvöld. Mömmu þótti víst undur gaman að sjá drenginn í svona buxum. Hún hætti að horfa í spegilinn og hló. Svo sagði mamma: — Við skulum flýta okkur til pabba ... Og mamma tók dreng- inn við hönd sér og leiddi hann inn í stofuna. Pabbi var að raða spilum. Hann hætti því strax er mamma og drengurinn komu. Pabbi sagði ekki neitt, bara horfði á drenginn og hló. Hann var alveg eins og hún mamma. Mamma var að kveikja á kertum. Það kom alltaf meira og meira Ijós. Drengurinn þurfti einskis að spyrja. Hann vissi, að þetta voru jólin, gat ekki hugsað sér þau öðruvísi. Hann gleymdi sér alveg við að horfa á öll þessi ljós, sá varla leikföngin, sem pabbi og mamma höfðu gefið honum í jólagjöf. En allt í einu fannst drengnum, að Ijósin hefðu verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.