Dvöl - 01.07.1945, Síða 56
198
DVÖI
slökkt. Mamma sagði, að Jesús
vildi, að allir færu til kirkju í
kvöld. Drengurinn brosti, samt
langaði hann mest til að gráta.
Fyrir löngu hafði drengurinn farið
til kirkju með mömmu. Hann
mundi ekki eftir lengri tíma, en
þeim, sem hafði veriö í kirkjunni.
Drengurinn hafði sofnað, en ekki
eins og heima, því honum hafði
leiðzt meðan hann var sofandi.
Mamma vissi þetta ekki. Það var
gott. Drengurinn ætlaði að fara
— vildi gera það fyrir Jesú frá
Nazaret.
Úti var allt hvítt. Og Guð hafði
sett ljós í tunglið, og svo hafði
hann líka fest mörgum stjörnum
á himininn og kveikt á þeim öll-
um. Þarna var kirkjan. Jesús átti
þetta hús. Það var eins og stór
kofi. Fólkið hefði átt að gefa Jesú
fallega húsið. Það var geymdur
í því fiskur. Þetta hús stóð við sjó-
inn. Það var eins og borg í mynda-
blaði — með mörgum turnum of-
an á. Og á hæsta turninum var
rella, sem söng í vindinum.
Nú heyrðist í kirkjubjöllunni.
Drengurinn varð dálítið smeykur,
þorði ekki að líta í kringum sig
fyrr en hann var kominn inn á
mitt kirkjugólfið. Hann undraðist
ekki, Honum fannst bara, að hann
hefði ekki komið hér áður: Það
var verið að spila og það var alls
staðar ljós. Innst í kirkjunni var
þó mest af ljósum. Þar stóð Jesús
frá Nazaret. Jesús var allur hvítur,
alveg eins og á myndinni, sem
drengurinn hafði fyrir ofan rúm-
ið sitt. Og Jesús var með eins mik-
ið hár og mamma. Hann var ekki i
neinum fötum. Hann hafði bara
farið í hvítt lak. Hann hreyfði sig
ekkert, bara stóð þarna með út-
breidda armana, var víst að bíða
eftir, að fólkið kæmi til hans. En
það fór enginn til Jesú. Fólkið var
eiginlega sorglegt á svipinn, eins
og því leiddist, að Jesús skildi koma
til þess að lofa því að sjá sig. Þó
sagði mamma .... Drengurinn leit
snöggt upp. Það fór þytur um
kirkjuna. Fólkið vék sér til á bekkj-
unum — horfði til dyra. Presturinn
gekk inn gólfið. Hann var hvítur
í framan og á höndunum, og svo
hafði hann stóran hvítan kraga um
hálsinn. annars var hann alveg
kolsvartur. Presturinn settist ekki
niður eins og hitt fólkið; nei, prest-
urinn gekk alla leið til Jesú. Og nú
var mikið spilað og margt af fólk-
inu söng með. Jesús var útlend-
ingur. Drengurinn hafði stundum
heyrt í útlendingum. Þeir kunnu
ekki að tala eins og fólk. Maður
vissi ekki hvað þeir voru að segja.
Kannske gat enginn skilið Jesú —-
nema presturinn og sýslumaður-
inn. Þeir gátu skilið útlendinga, og
þeir gátu líka talað öðruvísi við út-
lendinga en fólkið. Og nú ætti
presturinn að muna eftir, að spyrja
Jesú, hvort hann vildi ekki svo
miklu heldur eiga stóra húsið við
sjóinn en þessa kiri^ju .... Dreng-