Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 57
DVÖL
199
urinn hugsaði ekki meira um þetta.
Hann langaði allt í einu til að fá
Jesú heim með sér, sýna honum
hvernig jólin voru heima. Svo ætl-
aði drengurinn að biðja mömmu að
bjóða Jesú að borða með þeim jóla-
matinn, þá ætlaði hann líka, að
að biðja pabba, að útvega Jesú föt,
svo hann gæti farið úr lakinu og
verið fínn eins og hitt fólkið.
Drengurinn varð svo fast gripinn
af þessum hugsunum að hann vissi
varla af því, sem fram fór í kring-
um hann, fyrr en messan var á
enda. En þegar hann sá, að allt
fólkið var að fara, þá varð hann
svo undrandi, að hann mundi ekki
lengur eftir neinu af því, sem hann
hafði verið að velta fyrir sér. Ætl-
aði fólkið að gleyma, að óska Jesú
til hamingju með afmælið? Nei,
það mundi enginn geta gleymt því.
Fólkið var bara feimið við Jesú, af
því að það hafði aldrei séð hann
nema í anda og á myndum — fyrr
en í kvöld. Fólkið var meira að
segja feimið við prestinn og sýslu-
manninn, samt hafði það alltaf séð
þá öðruvísi en í anda .... Hvað
átti drengurinn að gera? Hann
vildi ekki fara, samt gat hann ekki
annað en farið með mömmu og
pabba .... En það var presturinn!
Presturinn var ekki feiminn við
Jesú. Hvers vegna sagði hann ekki
fólkinu, að það mætti koma til
Jesú ... . ? Drengurinn horfði
festulega á prestinn, sem í þessu
sneri sér frá Jesú án þess að kveðja
hann, gekk brosleitur fram kirkju-
gólfið og óskaði fólkinu, sem næst
honum var, gleðilegra jóla.
Sumt af fólkinu fór bara fram
í ganginn. Mamma og pabbi fóru
ekki lengra. Drengurinn var enn þá
mjög festulegur á svipinn. Hann
hafði tekið ákvörðun: Ef Jesús yrði
skilinn eftir einn, þá ætlaði dreng-
urinn að hlaupa inn í kirkjuna til
hans, og hann ætlaði að kalla á
allt fólkið, ef Jesús gæfi honum um
það merki. En eftir hverju var
fólkið að bíða? Drengurinn hvarfl-
aði augunum. Hjartað hamaðist í
brjóstinu. Dálítið bros lék um var-
irnar. Drengurinn lét sig dreyma
um það, að fólkið væri að bíða eftir
Jesú, að presturinn mundi snúa
sér til hans aftur og biðja hann
að koma með sér til fólksins. Þetta
íór samt á annan veg. Presturinn
kom einn. Það tísti hátt í skónum
hans. Þessi svarti maður brosti til
allra, kvaddi alla með handabandi.
Hann hafði marga gyllta hringa á
fingrunum. Drengurinn gleymdi
alveg að kveðja prestinn. Hann var
að skyggnast eftir Jesú. En það
var ekki hægt að sjá inn í kirkj-
una. Presturinn stóð fyrir dyrun-
um.
Mamma og pabbi þokuðust út á
tröppurnar. Þau leiddu drenginn
á milli sín.
Nú stóð enginn fyrir dyrunum.
Drengurinn horfði inn í upp-
ljómaða kirkjuna. Augun í horium
urðu eins og tvö skær ljós: Þarna