Dvöl - 01.07.1945, Side 59

Dvöl - 01.07.1945, Side 59
D VÖL 201 ----------■---------------------------- IVAR LO-JOHANSSON er meðal þekktustu og víðlesnustu höjunda Svía um þessar mundir. Hann hefur ritað allmargar bœkur og má nefna Godnatt Jord, Kungsgatan (sem hefur verið þýdd á íslenzku), Bara en mor, Trdk- torn og Statar-sögurnar, sem sagan, sem hér er birt er tekin úr. Myndir hans úr lífi og öaráttu dlþýðunnar eru ógleymanlegar, lifandi og sterkar, og hann fjallar um allt af hispursleysi og samúð. ___________________________________t_. vaxin mjaltakona með mjallhvít- an hörundslit reis úr sæti sínu, vaggaði í mjöðmunum og hvarf inn í skógarþykknið. Fyrstu geislar morgunsólarinnar brutu sér leið gcgnum hnotrunn, og þar létu fyrstu skuggar morgun- skímunnar á sér kræla. — Eftir klukkutíma verðum við að vera farin héðan, til þess að enginn verði okkar var — síðan eru mjaltirnar. Vitið þið ekki hvað okkur ber að gera? Karlmennirnir gáfu konunum illt auga. Þeir fundu, hvernig þær kipptu fótunum undan hinni van- máttugu skipulagshugsjón. Hinar blygðunarlausu mjaðmir kvenn- anna minntu þá á —! Þeir óttuð- ust sínar eigin konur. Það var engu betra að átta sig á þeim en skyn- lausum skepnum. Harðsnúnar stóðu þær vörð um rétt kvendýrs- ins til að fæða og drepa í blindni eins og náttúran sjálf. Einn úr hópi verkamannanna frá Kvillinge gekk fram í sólarljósið. Það fóru krampakenndir drættir um andlit hans. Hann bjóst til að taka til máls. — Félagar, nú verðum við að láta til skarar skríða, sagði hann og deplaði augunum á móti sól- inni. Mér skilst, að einhver okkar verði að stíga fyrsta skrefið .... Ef við höldum saman — allir sem einn — verður það auðveldara. Verði kröfum okkar neitað .... ja, þá verðum við að taka afleiðing- unum. Þá leggjum við niður .... karlar, konur og börn, öll saman .... Við leggjum niður vinnu, all- ir sem einn. Formælandi verkamanna frá öðrum búgarði gekk fram. Hjart- sláttur hans varð greindur gegnum bláa skyrtuna og hann steig öðr- um fætinum fram fyrir hinn. — Það er djörf ákvörðun, sem við tökum, sagði hann, og tók sér stöðu á sama bletti og síðasti ræðu- maður — allir sáu nú, að sá staður átti að koma í stað ræðustóls. Það er djörf ákvörðun, sagði hann og hækkaði röddina. En við hættum á það. Nú verður að hrökkva eða stökkva .... Ég tala fyrir óðulin Öringbro, Björkna og Ullevi .... Næsti ræðumaður var frá Munkaklaustri, óðali, sem átti þrjú þúsund tunna akurland, og áhöfnin var samtals átta hundruð höfuð. Hann gekk fram á opna svæðið. Fyrir fótum hans dönsuðu skuggarnir. Hann ræddi um hin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.