Dvöl - 01.07.1945, Page 60
202
D VÖL
vesælu kjör verkamannanna, og
hjúalöggjafarinnar, hinn eldforna
uppruna þrældómsins, og allt í
einu sneri hann sér að konunum:
— Það eruð þið, konurnar, sem
verðið að hjálpa okkur; þið, sem
verðið að fara til mjalta klukkan
fjögur að morgni — og fáið ekkert
fyrir það — þið, sem ekki hafið
tíma til að hirða um heimilin ykk-
ar og mæðizt í mörgu — þið verðið
að stuðla að því, að við getum gert
það, sem okkur ber. Ég sný mér til
ykkar, heyrið þið það?- Munið þið
eftir auglýsingunum í blöðunum,
þegar við skiptum um vist til þess
að verða aðnjótandi betri kjara,
en vitum þó, að það verður ekki
breyting til batnaðar. „Gegninga-
menn geta fengið atvinnu, ef kon-
ur þeirra vilja annast mjaltir,"
stendur í þeim. En þið vitið, að þar
ætti að standa: „Gegningamenn
geta fengið atvinnu, ef konur
þeirra eru fúsar til að vanrækja
heimili sín og börn. .. . “ Ég sný
mér til ykkar, konur.
Þessi röksemdafærsla hafði mikil
áhrif, einkum meðp.1 kvennanna,
sem ekki var venja að taka til-
lit til, þegar þýðingarmikil mál
voru leidd til lykta. Þær réttu úr
sér. Eftir augnabliksþögn reis gild-
vaxin mjaltakona á fætur. Hún
kjagaði inn í heslikjarrið. Það
skrjáfaði í laufinu, þegar það
straukst við mjaðmir hennar.
— Við förum líka, hrópuðu tvær
aðrar konur. Þær voru enn hásar
eftir veturinn. En við verðum að
hætta núna. Þið vitið, að við eigum
að vera byrjaðar eftir stutta stund,
annars ....
— Allir, sem eru með, rétti upp
hönd.
Um hundrað hendur komu á
loft.
— Þá ákveðum við kröfur okkar.
Eru allir við því búnir? Nú var
ákvörðunin tekin — vinnu skyldi
hætta klukkan átta að kvöldinu
í stað níu. Frekari kröfur dirfðust
menn ekki að gera.
— Ella leggjum við niður vinnu,
var sagt hörkulega.
Og þegar sólin náði að skína
óhindrað á samkomuna, var búið
að stofna hið fyrsta stéttarfélag
landbúnaðarverkamanna, verka-
mannafélagið í Kvillinge. En þar
var hvergi neitt um það skráð. Á
eftir kom iðrunin, síðan óttinn.
Með fram girðingum, eftir skurð-
um og skógargötum, laumuðust
verkamennirnir hver til síns heima.
flóttalegir eins og glæpamenn. En
á undan þeim fór gildvaxna
mjaltakonan með mjallhvíta hör-
undslitinn, hreykin eins og gæs.
Nú hófst fálmandi barátta á óð-
ulunum. Samningamennirnir voru
skjálfraddaðir, þegar þeir skýrðu
frá kröfum sínum. Á flestum stöð-
unum vísuðu stórbændurnir þeim
á bug. Sums staðar var gripið til
hefndarráðstafana, sem höfðu ver-
ið gagnhugsaðar á andvökunótt-
um. Gelt St. Bernharðshundanna