Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 60

Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 60
202 D VÖL vesælu kjör verkamannanna, og hjúalöggjafarinnar, hinn eldforna uppruna þrældómsins, og allt í einu sneri hann sér að konunum: — Það eruð þið, konurnar, sem verðið að hjálpa okkur; þið, sem verðið að fara til mjalta klukkan fjögur að morgni — og fáið ekkert fyrir það — þið, sem ekki hafið tíma til að hirða um heimilin ykk- ar og mæðizt í mörgu — þið verðið að stuðla að því, að við getum gert það, sem okkur ber. Ég sný mér til ykkar, heyrið þið það?- Munið þið eftir auglýsingunum í blöðunum, þegar við skiptum um vist til þess að verða aðnjótandi betri kjara, en vitum þó, að það verður ekki breyting til batnaðar. „Gegninga- menn geta fengið atvinnu, ef kon- ur þeirra vilja annast mjaltir," stendur í þeim. En þið vitið, að þar ætti að standa: „Gegningamenn geta fengið atvinnu, ef konur þeirra eru fúsar til að vanrækja heimili sín og börn. .. . “ Ég sný mér til ykkar, konur. Þessi röksemdafærsla hafði mikil áhrif, einkum meðp.1 kvennanna, sem ekki var venja að taka til- lit til, þegar þýðingarmikil mál voru leidd til lykta. Þær réttu úr sér. Eftir augnabliksþögn reis gild- vaxin mjaltakona á fætur. Hún kjagaði inn í heslikjarrið. Það skrjáfaði í laufinu, þegar það straukst við mjaðmir hennar. — Við förum líka, hrópuðu tvær aðrar konur. Þær voru enn hásar eftir veturinn. En við verðum að hætta núna. Þið vitið, að við eigum að vera byrjaðar eftir stutta stund, annars .... — Allir, sem eru með, rétti upp hönd. Um hundrað hendur komu á loft. — Þá ákveðum við kröfur okkar. Eru allir við því búnir? Nú var ákvörðunin tekin — vinnu skyldi hætta klukkan átta að kvöldinu í stað níu. Frekari kröfur dirfðust menn ekki að gera. — Ella leggjum við niður vinnu, var sagt hörkulega. Og þegar sólin náði að skína óhindrað á samkomuna, var búið að stofna hið fyrsta stéttarfélag landbúnaðarverkamanna, verka- mannafélagið í Kvillinge. En þar var hvergi neitt um það skráð. Á eftir kom iðrunin, síðan óttinn. Með fram girðingum, eftir skurð- um og skógargötum, laumuðust verkamennirnir hver til síns heima. flóttalegir eins og glæpamenn. En á undan þeim fór gildvaxna mjaltakonan með mjallhvíta hör- undslitinn, hreykin eins og gæs. Nú hófst fálmandi barátta á óð- ulunum. Samningamennirnir voru skjálfraddaðir, þegar þeir skýrðu frá kröfum sínum. Á flestum stöð- unum vísuðu stórbændurnir þeim á bug. Sums staðar var gripið til hefndarráðstafana, sem höfðu ver- ið gagnhugsaðar á andvökunótt- um. Gelt St. Bernharðshundanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.