Dvöl - 01.07.1945, Síða 61
D VÖL
203
fékk uggvænlegan hljóm. Á ökr-
unum var fólk þögult við vinnu
sína, bíðandi, möglandi.
Samningaumleitanir fóru fram á
átta búgörðum. Þeim var haldið
áfram, en erfiðlega blés. Fulltrú-
arnir örvæntu. Gelt St Bernharðs-
hundanna var þegar orðið frið-
vænlegra. Líf fyrsta verkamanna-
félagsins var eins og blaktandi ljós
á skari, sem reynt er að vernda í
lengstu lög.
Að endingu kom röðin að Kvill-
inge. Þar sneru menn sér til ráðs-
mannsins. Samninganefndin fór á
fund hans. Ráösmaðurinn tók á
móti þeim í fitugum, gulum reið-
buxum. Herbergi hans bar aug-
ljós merki um einstæðingsskap pip-
arsveinsins. í einu horni þess var
reykborð með tinhúðaði'i blikk-
plötu, í öðru hékk veiðibyssa. Á
veggjunum voru ljótar, olíuprent-
aðar myndir og teppi, sem í var
saumuð mynd af grautarfati og
jó.’asveini. Næst dyrunum stóð
gliðnað rúm með vírbotni. í hálf-
útdreginni skrifborðsskúffunni
voru samningar, vinnuskýrslur,
gamlir reikningar ....
Ráðsmaðurinn var fimmtugur að
aldri. Alla ævi hafði hann verið
bústjóri á óðulum á Skáni og Aúst-
ur-Gautlandi. Hann skalf af reiði.
— Bústofninn er sá bezti hér í
héraðinu, hveitið það bezta ....
framleiðslan hér í Kvillinge sú
bezta í öllu héraðinu og víðkunn
.... Börnin hafa gott atlæti, korn-
ið gott. Yfir hverju kvartið þið?
— Ef vinnudagurinn verður
styttur um eina klukkustund, verð-
um við kyrr, annars hefur komið
til orða að leggja niður vinnu ....
sögðu þeir hikandi.
— Er Kvillinge ekki þekkt fyrir
framleiðslu sína? Fyrir mjólkina.
hveitið og frjósemi moldarinnar?
Farið nú til vinnu ykkar.
— Það er ekki það, að jörðin sé
ekki nógu góð og bústofninn ekki
óaðfinnanlegur — það erum við
sjálf, sem hér er um að ræða. Verð-
ur vinnudagurinn styttur — ann-
ars gerum við verkfall. Við erum
allir ....
Viðræðunum var hætt. Þegar
kvöldaði, lagði ráðsmaðurinn leið
sína yfir i álmu verkafólksins. í
forstofunni var þefur af barna-
voðum. Það var hjá gildvöxnu
mjaltakonunni, sem hafði svo
hvítan hörundslit. Þessi glaða, létt-
úðuga kona var enn ung. Hreyfing-
ar hennar voru djarfar og eggj-
andi. Hún sat með feitan kött í
kjöltu sinni, og barnið lá í vögg-
unni. Það er verst að ég sit með
köttinn í kjöltunni, það lítur ekki
vel út, að ég sit svona aðgerðar-
laus, varð henni fyrst á að hugsa.
Hún reyndi allt í einu að láta líta
svo út sem hún væri eitthvað að
starfa.
— Það verður betra, þegar þið
flytjið. Það verður betra, þegar þið
/