Dvöl - 01.07.1945, Side 62
204
eruð komin í nýja vist. Betra, þeg-
ar þið verðið að vinna í skóginum
í stað þess að hafa frítt húsnæði og
greiðslu í fríðu mánaðarlega ....
Ráðsmaðurinn hóf máls án þess
að heilsa.
— Góði bezti, sagði konan, það
verða allir að vinna til þess að
lifa .... Ég skipti mér ekki neitt
af þessu. Ef eitthvað er á seyði, er
það mér óviðkomandi sem ég er
lifandi manneskja.
Barnið vaknaði og hrein. Frá
eldstæðinu lagði viðbjóðslegan þef
af gömlu og fúnu eldsneytinu —
mörg hundruð ára gömlum byrzl-
um úr gripahúsunum, gegnsósa af
kúahlandi. Mjaltakonan unga ó-
kyrrðist í sætinu.
— Ykkur líður betur, þegar búið
er að reka ykkur á vergang. Það er
synd, þegar myndarlegt fólk á hlut
að máli.
Konan, sem enn sat með köttinn
á hnjánum, sagði volgurslega:
— Maður verður að gera allt fyr-
ir börnin. Auðvitað verður maður
að vinna. Það er alveg rétt, að hér
fáum við það, sem okkur ber, ég
kem ekki heldur neitt nálægt
þessu ....
Ráðsmaðurinn kom nær. Aldrei
hafði heppnazt að koma eins ná-
lægt henni fyrr. Hann gekk fast
að henni. Það skein í drifhvít
brjóstin. Hönd ráðsmannsins hvíldi
á öxl hennar og hún endurtók
hljómlaust.
— Auðvitað verður maður að
DVÖL
vinna til þess að geta lifað, vinna
til þess að komast áfram ....
Hverjum getur dottið annað í hug.
En ekki þar fyrir ....
Hún rak malandi köttinn niður
og stóð á fætur. Hún vaggaði í
lendunum, þegar hún gekk yfir að
eldstæðinu til að búa til kvöld-
matinn handa manni sínum.
— Maðurinn þinn er úti að vinna,
vertu nú ekki svona óþj ál .... Það
sér okkur enginn. Ég get komið því
þannig fyrir, að gengið verði að
kröfum ykkar. Þú hjálpar fólkinu
þínu ....
— Láttu mig vera. Ég hef engin
afskipti af þessu .... En til hvers
lifir maður eiginlega?
Barnið í vöggunni svaf. Þau voru
komin að uppbúnu rúminu. Hún
veitti honum viðtöku, heit og
ástríðufull. Kötturinn settist á mitt
gólfið og sleikti letilega á sér lapp-
inrar. Frá næstu íbúð heyrðist ekki
nokkurt hljóð.
Ráðsmaðurinn fór þaðan í rökkr-
inu. Hann var í þ-ungum þönkum.
Daginn eftir komu vinnuveitend-
urnir saman til fundar. Loks tók
ráðsmaðurinn til máls. Hann tal-
aði máli verkamannanna. Umræð-
urnar urðu harðar; en vinnutím-
inn var styttur um eina klukku-
stund daglega.
Maður mjaltakonunnar með
mjallhvíta hörundslitinn hafði ver-
ið í samninganefndinni. Hann
þrýsti hreykinn hönd ráðsmanns-
ins. Konan hans drap titlinga yfir