Dvöl - 01.07.1945, Síða 63
DVÖL
öxl manns síns. Ráðsmaðurinn
snerist á hæli og gekk til herbergis
síns eins og sigurvegari.
Fréttirnar um það, að Kvillinge
væri fallið, kröfur verkamannanna
teknar til greina, breiddust út til
næstu óðala eins og eldur í sinu.
Hálfum mánuði síðar var verka-
fólkið frá óðulunum átta saman
komið í skógarrjóðrinu. Einnig nú
sátu konurnar á trjábolnum. Það
var tekið að rökkva í skóginum og
tunglið óð í skýjum. Ungur verka-
maður gekk fram, tók sér stöðu
undir tré og varpaði fram þessari
spurningu með sigurdrýldni í
rómnum:
— Með tilliti til þess árangurs,
sem stéttarfélagsskap landbúnað-
arverkamanna hefur auðnazt að
ná, er hér með leyst upp fyrsta
205
stéttarfélagið, nefnt Verkamanna-
félagið í Kvillinge .... Eru ekki
allir viðstaddir samþykkir því?
Dynjandi já kvað við.
— Lýsi því hér með yfir, að fé-
lagiö er leyst upp, sagði verka-
maðurinn og sló í tréð með spreki.
sem hann hafði tekið upp af jörð-
inni.
Allt í kring sáust feginsamleg
andlit. Rosknu verkamennirnir
vörpuðu öndinni léttar. Konurnar
risu á fætur og bjuggust til heim-
ferðar.
— Guði sé lof, sögðu þær. Er
þessu þá lokið?
Þriflega mjaltakonan með mjall-
hvíta hörundslitinn hallaði sér upp
að mosavöxnum steini, mædd af
þunga sínum, og horfði tómlega
til jarðar.
Þýzk skáldsaga er bók, þar sem tvær manneskjur vilja endilega ná saman
í fyrsta kaflanum, en geta það ekki fyrr en í þeim síðasta. Frönsk skáld-
saga er bók, þar sem tvær manneskjur ná saman strax í fyrsta kaflanum,
en vilja síðan ekki sjást það sem eftir er sögunnar. Rússnesk skáldsaga er
bók um tvær manneskjur, sem hvorki vilja ná saman eða fá að ná saman
fyrst, síðast eða nokkurn tímann í sögunni, og um þetta skrifar höfund-
urinn 1450 blaðsíður.