Dvöl - 01.07.1945, Side 65

Dvöl - 01.07.1945, Side 65
D VÖI. 207 Hylurinn Eftir Gay de Maupassant: Þórir Friðgeirsson, þýddi Leopold Rénard, húsgagnabólstr- ari, stóð fyrir réttinum í Assize. Umhverfis hann stóðu aðalvitnin í málinu, frú Flaméche ekkja fórn- arlambsins, Louis Ladureau, tré- smiður, og Jean Durdent tin- smiður. Skammt frá sakborningnum sat húsfreyja hans, svartklædd, lítil og ljót kona, sem líktist mest apa í kvenklæðum. Frásögn Renards af harmleikn- um, sem gerzt hafði, var þannig: ,,Ó, Guð í himninum má vita, að þetta var óhapp, ógæfa, þar sem ég er fyrsta og síðasta fórnardýrið. Vilji minn átti þar engan hlut að máli. Staðreyndirnar skýra sig sjálfar, eins og þér munuð heyra, herra forseti. Ég er heiðarlegur, iöjusamur maður, húsgagnabólstr- ari, búsettur síðastliðin sextán ár i sömu götu, virtur og vel látinn af öllum, sem þekkja mig, svo sem nábúarnir geta staðfest. Ég er sparsamur, hef yndi af vinnu og geðjast bezt að heiðarlegu fólki og siðsömum skemmtunum. Þetta hefur, því miður, valdið óhappi mínu, en af því að vilji minn átti ekki hlut að máli, held ég sjálfs- virðingu minni óskertri. Við, konan mín og ég, höfum eytt hverjum einasta sunnudegi í síðastliðin fimm ár við ána. Þar höfum við viðraö okkur í hreina loftinu og dorgað, en í það erum við jafn sólgin og að borða smá- lauka. Mélie, truntan sú arna, kveikti þá ástríðu í brjósti mínu, og sjálf er hún jafnvel enn þá villt- ’ari en ég í það að dorga. Já, allt hið illa í þessum atburði er frá henni runnið, kjaftanorninni, eins og þér munuð brátt sjá. Ég er þrekmikill geðprúður mað- ur. í mér finnst ekki illgirni eða fúlmennska fyrir tvo aura. En hún. Ú-hú. Hún lítur nógu meinleysis- lega út, lítil og mögur, en hún er grimm eins og hreysiköttur. Ég neita þvi auðvitað ekki, að hún er gædd vissum góðum eiginleikum, einkum fyrir þá, sem einhver við- skipti hafa með höndum. En skap- ið! Spyrjið ba-ra nágranna okkar. Kona dyravarðarins, sem nýlega hefir leitað til mín sem fagmanns, hún hefur frá einhverju að segja. Á hverjum einasta og eilífasta degi rífst hún og skammast yfir stillingu minni og geðprýði. „Ég mundi ekki þola þetta, ég mundi ekki láta bjóða mér hitt,“ segir L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.