Dvöl - 01.07.1945, Side 66
208
DVÖL
hún. Ef ég legði eyrun við brýn-
ingum hennar og breytti eftir
þeim, herra forseti, slyppi ég ekki
með minna en þrenn handalögmál
og stórbarsmíðar á mánuði.
Jæja. Við vorum vön að fara til
Pussy á hverju laugardagskvöldi,
til þess að geta byrjað að veiða í
dögun næsta morgun. Sú venja var
orðin annað eðli okkar, eins og
komizt er að orði. Fyrir þremur ár-
um, frá því i sumar að telja, fann
ég veiðistað, alveg dásamlegan
stað! Þar í skugganum við árbakk-
ann var að minnsta kosti átta feta
djúpt vatn, máske tíu fet, hylur,
stefnumótsstaður fyrir karfana og
sannkölluð paradís fyrir veiði-
mann. Ég skoðaði þennan hyl sem
séreign mína, herra forseti, því ég
hafði fundið hann, alveg eins og
Columbus fann Ameríku á sínum
tíma. Hver einasta sál í öllu ná-
grenninu vissi um þetta án þess
að gera nokkrar athugasemdir.
„Þetta er hylurinn hans Rénards",
voru nágrannarnir vanir að segja,
og engum hafði svo mikið sem
dottið í hug að fara þangað, ekki
einu sinni herra Plumsay, sem — ég
segi það án þess að ætla að móðga
hann — er alræmdur fyrir að svæla
undir sig annarra manna veiði-
pláss.
Jæja, ég hélt tafarlaust til þessa
ágæta staðar, sem ég taldi mér
alltaf jafnvísan og hverja aðra lög-
mæta eign mína. Við vorum ekki
fyrr komin þangað á laugardag-
inn, en við dembdum okkur ofan í
Dalíu. Dalía er bátur með norsku
lagi, sem ég hef smíðað sjálfur,
léttur og traustur. Jæja, eins og ég
segi, við fórum-ofan i bátinn og
ég fór að egna önglana, og enginn
kemst í hálfkvisti við mig hvað þá
list snertir. Það er þeim öllum ljóst
hinum. Já. Þér viljið vita hverju
ég beiti, en þeirri spurningu get ég
ekki svarað, enda kemur það slys-
inu ekki við. Nei, ég get ekki svar-
að því. Það er mitt leyndarmál.
Meir en hundrað veiðimenn hafa
spurt mig. Mér hafa verið boðin
brennivínsstaup, líkjörar, steiktur
fiskur og hvað eina, til þess að
losa um tunguhaftið. En reynið þér
bara hvort karfinn bítur ekki á
önglana mína. Þeir hafa klappað
mér á kviðinn til að reyna að veiða
upp úr mér leyndarmálið. En að-
eins konunni minni er það kunn-
ugt, og hún mun ekki segja frá
því frekar en ég. Er það ekki rétt,
Mélie?“
Réttarforsetinn greip fram í:
„Komið þér nú að efninu svo
fljótt sem þér getið.“
Ákærði hélt áfram. „Ég er nú
að komast að því, ég er að komast
að efninu. Jæja. Laugardaginn
áttunda júlí fórum við með fimm-
tuttugu-og-fimm-lestinni og und-
irbjuggum veiðina næsta dag áður
en við snæddum kvöldverö. Veður-
útlit fyrir næsta dag var prýðilegt,
og ég sagði við Mélie: „Allt í lagi
með morgundaginn," og hún svar-