Dvöl - 01.07.1945, Page 66

Dvöl - 01.07.1945, Page 66
208 DVÖL hún. Ef ég legði eyrun við brýn- ingum hennar og breytti eftir þeim, herra forseti, slyppi ég ekki með minna en þrenn handalögmál og stórbarsmíðar á mánuði. Jæja. Við vorum vön að fara til Pussy á hverju laugardagskvöldi, til þess að geta byrjað að veiða í dögun næsta morgun. Sú venja var orðin annað eðli okkar, eins og komizt er að orði. Fyrir þremur ár- um, frá því i sumar að telja, fann ég veiðistað, alveg dásamlegan stað! Þar í skugganum við árbakk- ann var að minnsta kosti átta feta djúpt vatn, máske tíu fet, hylur, stefnumótsstaður fyrir karfana og sannkölluð paradís fyrir veiði- mann. Ég skoðaði þennan hyl sem séreign mína, herra forseti, því ég hafði fundið hann, alveg eins og Columbus fann Ameríku á sínum tíma. Hver einasta sál í öllu ná- grenninu vissi um þetta án þess að gera nokkrar athugasemdir. „Þetta er hylurinn hans Rénards", voru nágrannarnir vanir að segja, og engum hafði svo mikið sem dottið í hug að fara þangað, ekki einu sinni herra Plumsay, sem — ég segi það án þess að ætla að móðga hann — er alræmdur fyrir að svæla undir sig annarra manna veiði- pláss. Jæja, ég hélt tafarlaust til þessa ágæta staðar, sem ég taldi mér alltaf jafnvísan og hverja aðra lög- mæta eign mína. Við vorum ekki fyrr komin þangað á laugardag- inn, en við dembdum okkur ofan í Dalíu. Dalía er bátur með norsku lagi, sem ég hef smíðað sjálfur, léttur og traustur. Jæja, eins og ég segi, við fórum-ofan i bátinn og ég fór að egna önglana, og enginn kemst í hálfkvisti við mig hvað þá list snertir. Það er þeim öllum ljóst hinum. Já. Þér viljið vita hverju ég beiti, en þeirri spurningu get ég ekki svarað, enda kemur það slys- inu ekki við. Nei, ég get ekki svar- að því. Það er mitt leyndarmál. Meir en hundrað veiðimenn hafa spurt mig. Mér hafa verið boðin brennivínsstaup, líkjörar, steiktur fiskur og hvað eina, til þess að losa um tunguhaftið. En reynið þér bara hvort karfinn bítur ekki á önglana mína. Þeir hafa klappað mér á kviðinn til að reyna að veiða upp úr mér leyndarmálið. En að- eins konunni minni er það kunn- ugt, og hún mun ekki segja frá því frekar en ég. Er það ekki rétt, Mélie?“ Réttarforsetinn greip fram í: „Komið þér nú að efninu svo fljótt sem þér getið.“ Ákærði hélt áfram. „Ég er nú að komast að því, ég er að komast að efninu. Jæja. Laugardaginn áttunda júlí fórum við með fimm- tuttugu-og-fimm-lestinni og und- irbjuggum veiðina næsta dag áður en við snæddum kvöldverö. Veður- útlit fyrir næsta dag var prýðilegt, og ég sagði við Mélie: „Allt í lagi með morgundaginn," og hún svar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.