Dvöl - 01.07.1945, Side 68

Dvöl - 01.07.1945, Side 68
210 DVÖL við Mélie: „Láttu þau í friði. láttu þau í friði. Við skulum sjá til hérna.“ Við höfðum bundið Dalíu undir pílviðunum og stóðum hlið við hlið á bakkanum og dorguðum fast hjá þeim hinum tveim. En, herra for- seti, nú verð ég að fara að skýra nákvæmlega frá því sem gerðist. Við vorum ekki búin að standa þarna nema fimm mínútur, þegar f’áin á línu nágranna míns færð- ist í kaf, tvisvar eða þrisvar, og því næst dró hann karfa, sem var jafn gildur og mjaðmirnar á mér, kannske aðeins minni, en nærri því svo stór. Hjartað lamdist í brjóst- inu á mér og svitinn perlaðist á enninu á mér, og Mélie sagði við mig: „Sástu þetta, drykkjuskepn- an?“ Rétt í þessu fór herra Bru, krydd- sali frá Pussy, maður, sem sólginn í að fiska karfa, þarna fram hjá í bátnum sínum og kallaði til mín: „Hefur þá ekki einhver náungi stungið þig frá þínum venjulega dorgarstað, herra Rénard.“ Og ég svaraði: „Já, herra Bru, það er til fólk í veröldinni, sem ekki þekkir deili á hversdagslegustu kurteisi.“ Litli náunginn í léreftsjakkan- um lét sem hann heyrði þetta ekki, og sama gerði spikklegginn, kon- an hans. Hér greip forseti réttarins fram í: „Gætið þess að móðga ekki ekkj- una, frú Flaméche, sem hér er viðstödd.“ Rénard afsakaði sig: „Ég bið fyrirgefningar, ég bið margfald- lega fyrirgefningar, reiðin hleypur með mig í gönur. Jæja, það var ekki liðinn stundarfjórðungur þeg- ar litli maðurinn veiddi annan karfa, og augnabliki síðar hinn þriðja, og enn þá einn fimm mín- útum síðar. Tárin stóðu í augunum á mér, og mér er óhætt að fullvissa yður um að frú Rénard, konan mín, var glóandi reið og hélt stöðugt áfram að jagast við mig. „Þetta er and- styggilegt. Sérðu ekki að hann stelur allri veiðinni frá þér? Held- urðu kannske að þú veiðir eitt- hvað? Nei, ekki einu sinni frosk, hvað þá meira. Mig logsvíður í lófana af því að sjá þetta.“ En ég sagði við sjálfan mig: „Við skulum bíða þangað til klukkan tólf, þá fer þessi veiðiþjófur að fá sér eitthvað í gogginn og þá kemst ég í hylinn minn aftur.“ Hvað mig snertir, herra forseti, þá borða ég ævinlega morgunverð á sunnu- dögum þar sem ég er staddur. Við höfðum matinn með okkur í Daliu. En hana nú. Klukkan tólf dregur náunginn steiktan fugl innan úr dagblaði, og meðan hann er að kroppa fuglinn veiðir hann einn karfann enn. Við Mélie fengum okkur líka bita, rétt munnbragð, svo litla mæru, því lystin var engin. Svo tók ég upp dagblaðið mitt til þess að örva meltinguna. Ég les
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.