Dvöl - 01.07.1945, Blaðsíða 69
D VÖL
211
dagblaöiö á hverjum sunnudegi
þarna í skugganum á árbakkanum.
ÞaÖ er dagur Columbinu, þér vitiö,
Columbinu, sem skrifar í blað'iö.
Venjulega geri ég frú Rénard, kon-
una mína, logandi af afbrýöi, með
þvi að látast vera í kunningsskap
viö þessa Columbinu. En það er
ekki satt, ég þekki hana ekki, hef
aldrei séð hana, en það gerir eng-
an mismun. Hún skrifar fjári vel
og nefnir hlutina blátt áfram og
fullum hálsi svona af kvenmanni
að vera. Mér líkar prýðilega við
hana, þær eru ekki margar kon-
urnar af hennar tegund.
Jæja, ég byrjaði að stríða kon-
unni minni, og hún varð strax reið,
alveg bál-fjúkandi reið, svo ég
hætti og hélt mér saman. Rétt í
þessu birtust vitnin tvö, sem hér
eru viðstödd, á hinum árbakkan-
um. Við þekktumst í sjón. Litli
uiaðurinn byrjaði aftur að dorga,
og hann veiddi svo marga karfa,
að ég skalf af gremju og öfund, og
konan hans sagði: „Þetta er óvana-
lega góður veiðistaður. Við skulum
alltaf fara hingað Desrie.“ Það fór
kaldur straumur niður bakið á mér,
og frú Rénard hélt stöðugt áfram
að endurtaka: „Það er ekki manns-
blóð í þér, þú hefir kjúklingablóð
í æðum.“ Þá sagði ég við hana:
>»Ég vil helzt af öllu fara héðan,
annars geri ég kannske einhverja
heimskuna af mér.“
En nú hvíslaði hún að mér, og
það-var rétt eins og hún ræki gló-
andi járn upp að nefinu á mér:
„Þú ert mannleysa. Nú ætlar þú
að hlaupa héðan burt og gefa upp
rétt þinn til hylsins, veiðistaðar
þíns. Já, snautaðu bara í burt.“
Ég vissi svo sem að ég átti að
fara, en ég hreyfði mig ekki, og á
meðan dró náunginn lax. Ég hef
aldrei séð slíkan stórgrip fyrr né
síðar. Aldrei. Þá fór konan mín að
tala hátt, rétt eins og hún hugsaði
upphátt, og nú sjáið þér vafalaust
bragðvísi hennar. Hún sagði:
„Þetta er nú hva'ð kalla mætti
stolinn lax, með tilliti til þess að
við egndum fyrst á þessum stað.
Þau ættu að minnsta kosti að
borga okkur peningana, sem við
eyddum í agnið.“
Þá sagði feita konan í bómullar-
fötunum: „Er það kannske mein-
ingin að kalla okkur þjófa?“ Og
svo byrjaði hvor þeirra útskýring
ræðu sinnar, og innan stundar fóru
þær að lagða hvor aðra með ýms-
um smekklegum kjarnyrðum. Guð
almáttugur, hvílíkir orðaleppar,
sem þær höfðu á hraðbergi báðar
trunturnar. Þær höfðu svo hátt, að
vitnin tvö, sem voru á hinum ár-
takkanum fóru að kalla spaugs-
yrði yfir um til okkar: ,Ekki
svona mikinn hávaða, þið spillið
veiði bænda ykkar með þessu.“
Sannast sagt hreyfði hvorugur
okkar sig frekar en við hefðum
verið tveir trjábolir. Við stóðum