Dvöl - 01.07.1945, Síða 71
DVÖL
213
Dunkirkströndin
Eftir Bartimeus
Sigríður Thorlacius, íslenzkaði
Síminn hringdi í húsi kappsigl-
ingafélagsins. RáSsmaðurinn, rosk-
inn maður, sem orðinn var afvan-
ur þessu hljóði, lagði frá sér dag-
blaðið, tók ofan gleraugun og lyfti
símaáhaldinu. Valdsmannleg karl-
mannsrödd talaði samfellt svo sem
í eina mínútu. Ráðsmaðurinn sagði
ekkert. Hann var gamall sjóliði,
sem þegar hafði verið á eftirlaun-
um í aldarf j órðung, en hann þekkti
enn þá tóninn í röddinni í síman-
um. Hann beið þar til skilaboðun-
um lauk.
Já, já, herra, sagði hann og bætti
við. Hér er aðeins ein skúta herra,
Farfuglinn, fjörutíu feta löng, vél-
knúin. Engin skipshöfn. Eigandinn
í Frakklandi. Sem stendur er ung
kona um borð------------
Röddin tók fram í fyrir honum.
Hann hlustaði, handlék gleraugun
með knýttum fingrunum og starði
út í bláinn.
Já, já, herra. Ég skal gera hvað
drengskap mínum þá er ég sak-
laus.“
Þegar vitnin höfðu staðfest
þennan framburð var hinn ákærði
sýknaður.
ég get. Eg er sjálfur gamall sjóliði.
Þeir sögðu að ég væri of gamall til
að berjast-----
Ekkert svar. Halló, herra? Þögn.
Hann lagði áhaldið á.
Farfuglinn lá við bauju sína og
hvergi bólaði á stúlkunni. Ráðs-
maðurinn leysti léttbátinn, sem lá
við bryggjuna og reri að skútunni.
Það glamraöi í árunum, þegar
hann lagði þær inn, og birtist þá
höfuð stúlkunnar við borðstokk-
inn. Hún var rjóð og heit og hélt
á bursta.
Þeir vilja fá hana, sagði gamli
maðurinn blátt áfram. Það var
hringt frá flotamálastjórninni.
Sigldu til Ramsgate og bíddu skip-
ana þar. Þeir taka allar fleytur á
suðurströndinni.
Hún strauk hárlokk af sveittu
enninu með handleggnum. Ég er
ein, sagði. hún. Getur þú séð um
vélina, ef ég stýri?
Þú, frú? Það hafði honum ekki
komið í hug.
Olíugeymirinn er fullur, nóg vatn
og eitthvað er líka til af dósamat.
Komdu með eitthvað af brauði.
Þú veizt hvað gera á, frú, er það
ekki? Þeir láta aldrei kvenmann —
Þeir þurfa ekkert að vita sagði